Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 36
1(!2 THOH THORS: [vaka]
reglu. Ég fæ ekki séð, hvernig skifta ætti Rej’kjavík
með eðlilegu móti í mörg kjördæmi. Ennfremur er
það augljóst, að enda þótt nokkur uppbótarsæti væru
ætluð til að lagfæra ósamræmi það, er fram kynni að
koma milli atkvæðamagns og fulltrúafjölda flokk-
anna, þá gæti mismunurinn þó orðið svo gífurlegur,
að uppbótin nægði alls ekki til að bæta úr óréttlætinu.
Við skulum taka það t. d., að kjördæmin væru 32, en
uppbótarsætin 10. Hugsum okkur, að aðalflokkurinn
kæmi að fulltrúum sínum í 30 kjördæmum, en alstað-
ar við litinn meiri hluta. Næst stærsti flokkurinn missti
alstaðar í þessum kjördæmum fulltrúa sinn, þótt að-
eins væri við fárra atkvæða mun. Stærri flokkurinn,
A-flokkur, fengi t. d. 1000 atkvæði i hverju þessara
kjördæma, en minni flokkurinn, B-flokkur, 950 atlcvæði.
A-flokkurinn fengi þannig t. d. 31.500 atkvæði, en B-
flokkurinn 30.500 atkvæði í öllum kjördæmum. Enda
þótt B-flokkurinn fengi nú öll þessi 10 uppbótarsæti,
þá væri hann samt sem áður stórkostlegu misrétti
beittur. Ennfremur má geta þess, að jafnan þar sem
úm þrískifta kosningu er að ræða, geta kosningárúr-
slitin gefið alveg ranga niðurstöðu um vilja kjósend-
anna. Ég vildi því leggja á móti því, að slíkt skipulag
yrði lögfest hér.
Þá er þ r i ð j a leiðin, sem er sú, að skifta landinu
i nokkur stór kjördæmi og viðhafa hlutbundnar kosn-
ingar rneð nokkrum uppbótarþingsætum. Með þessu
skipulagi virðist hvorttveggja bezt tryggt, jafnrétti kjós-
enda og samræmi atkvæðamagns og þingmannafjölda.
Skipun þessi yrði hvað fulltrúafjölda viðvikur að fara
eftir kjósendafjölda, en hvað viðvíkur stærð kjördæm-
anna, að fara eftir landsháttum og aðstöðu. Verður þá
fyrst að hafa tillit til þess, hver líkindi eru til, að allt
kjördæmið geti, vegna landfræðilegrar aðstöðu, á.tl sam-
eiginleg hagsmunamál, og síðan, hvort kleift sé fyrir
þingmannsefni að ná til allra kjósenda án óbærilegrar