Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 123
[vaka]
ORÐABELGUK.
249
hið ágætasta í Hel Nordals og Bréfi Þórbergs til Láru,
þótt þeir hal'i stundum harmað hjá Þórbergi línur, sem
voru of, og hjá Nordal línur, sem voru van. Og þó er
ekki síður en annarsstaðar fjöldi manna heima, sem
æfinlega er reiðubúinn til að fyllast hrifningu yfir þvi,
sem er of eða van. Ég á bágt með að sjá gegnum gler-
augu hr. K. A. þennan dýrindis tepruskap, sem hann
virðist telja til gildis hinum unaðslegu blaðsíðum í
„Hel“, og ég á sömuleiðis bágt með að skilja, hvernig
hann getur með góðri samvizku bent á nokkuð, sem
lýsi þjálfaðri listsmekk en ýmsir kaflar í Bréfi ti! Láru.
Það er hægt að gera samanburð á hrossum, en yfirleitt
mjög barnalegt að fara í gæðamat á beztu verkum beztu
snillinga, eins og hér væri um hesta-at að ræða. —
En þegar verið er að ræða um listsmekk árið 1928,
þá má maður ekki tala eins og mubla úr stofu frá
mid-victorian-tímabilinu enska, þegar það var til siðs
á kurteisum heimilum að ldæða borðfætur og stölfætur
í buxur, svo að þessir nöktu krikar hefðu ekki klám-
fengin áhrif á fólk. Alvarleg fagurfræði er ekki framar
neilt hispur, heldur miklu fremur mat á hreinskilni,
— enda er James Joyce, hinn ágætasti höfundur sem
nú ritar á ensku, að eins metinn af sjálum mönnum
og frjálsum og sarna sem bannaður lil lestrar 1 enska
heiminum. En endurmat gildanna hefst að ofan og út-
breiðist niður á við og því ber ekki að leggja eyrun við
þeim röddum, sem upp stíga neðan úr heimi fordóm-
anna.
Lifum vér ekki í nýjum og undursamlegum heimi?
The charm of ugliness, töfrar ófríðleikans (hversu
ófullkomin eru ekki mál vor!) halda nú velli þar sem
fegurðin bíður skarðan hlut, og mönnum finnst nú
smekldaust, leiðinlegt og jafnvel viðbjóðslegt það, sem
áður þótti fagurt, göfugt og tignarlegt. Siðgæði hefir
tekið slikum þroska, að nú þykir ekkert framar ljótt,
nema það sem logið er, eins og t. d. sagan um góða
drenginn, sem varð mikill maður úti í sólskininu, með-
an fuglarnir sungu og litla rós-marían hans sat undir
háu tré eins og fjóla. Vilji menn hinsvegar komast að
meiningunni um töfra ófríðleikans, þá er gott ráð að
sjá kviltmyndir Ástu Nielsen, sem tímabærir listfræð-
ingar telja mestan leiksnilling', sem nú sé uppi, enda
eru myndir hennar bannaðar i flestum löndum, sem