Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 23
[vaka]
KJÖRDÆMASKIPUNIN.
149
meiri hluta landsbúa og á það ekki sízt við um okkar
þjóð, þar sem stjórnarvaldið er með veikasta móti og
brestur augljóslega bolmagn lil að fylgja fram valdi
sínu, ef tiltölulega lítill hluti borgafanna yrði til að
rísa gegn því eða þrjóskast við það.
Það er nú svo komið, að hinn almenni kosningar-
réttur er viðurkenndur hér á landi sem annars staðar.
Sú viðurkenning hefir fengizt fyrir langa baráttu, og
mun franska stjórnarbyltingin 1789 hafa átt drýgstan
þáttinn í því að afla fylgis þeim kenningum og löguin,
sem hinn almenni kosningarréttur byggist á.
Það er nú viðurkennt, að allir borgarar í þjóðfélag-
inu, sem komnir eru til vits og ára, eiga jafnan rétt
til íhlutunar um þjóðfélagsmál, án tillits til efnahags,
menntunar, atvinnu eða þjóðfélagsaðstöðu. Þjóðfélagið
gefur þeim því öllum rétt til að kjósa fulltrúa til Al-
þingis. Þau skilyrði, er 29. gr. stjórnarskrár vorrar
setur fyrir kosningarrétti, eru öll svo almenn og sjálf-
sögð, að undanskildu sveitarstyrksákvæðinu og aldurs-
takmarkinu, að vart verður um þau deilt. Það má
segja, að það sé langsamlega aðalreglan, að allir, sem
náð hafa 25 ára aldri, séu kosningabærir til Alþingis.
Það er því augljóst, að stjórnarskrá vor byggir á þeirri
aðalreglu, að öllum íslenzkum ríkisborgurum beri
j a f n réttur lil að kjósa til þings, enda séu atkvæði
þeirra allra jafn-rétthá. En úr því að sú regla er við-
urkennd, hvernig stendur þá á þvi, að nokliur stjórn-
málaflokkur þolir það og lætur það viðgangast, að
jafn-gífurlegur munur á gildi atkvæða manna eigi sér
stað og nú er? Og það eftir þvi einu, hvar í landinu
menn eru búsettir. Hvernig stendur á því, að þjóðin
þolir þá kjördæmaskipun, er að verulegu leyti brýtur
bág við grundvallarreglu hins almenna kosningarréttar?
Hvernig verður það varið, að 449 kjósendur á Seyðis-
fiiði jafngilda- 1951 kjósanda í Suður-Þingeyjarsýslu?