Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 11
[vaka]
IBSEN OG ÍSLENDINGAR.
137
þetta gerast samtímis dauða Nikuláss biskups, sem var
áður en Skúli tók sér konungsnafn o. s. frv. Hann
hefir og auðvitað skapað í eyðurnar ýms atriði og sam-
töl, er sagan greinir ekki. Svo er t. d. um samtal Skúla
og Játgeirs skálds, sem eg get ekki stillt mig um að
taka hér.
Játgeir (kemur inn). Fyrirgefið, herra konungur, að
eg kem —
Skúli konungur. Gott að þú kemur, skáld!
Játgeir. Eg heyrði i stofu borgarmenn gefa i skyn
að —
Skúli konungur. Láttu það biða. Segðu mér, skáld;
þú, sem hefir farið svo víða um lönd, hefir þú nokk-
urn tíma séð konu elska annarar barn? Ekki að eins
þykja vænt um það — eg á ekki við þ a ð ; heldur
elska það, elska það af allri sálu sinni.
Játgeir. Það gera að eins þær konur, sem ekki eiga
sjálfar börn til að elska.
Skúli konungur. Að eins þær konur —?
Játgeir. Og helzt þær konur, sem eru óbyrjur.
Skúli konungur. Helzt óbyrjur —? Þær elska annara
börn af öllu hjarta?
Játgeir. Það ber oft við.
Skúli konungur. Og ber það ekki lílca stundum við,
að slík óbyrja drepi barn annarar konu, af því að hún
á ekkerl sjálf?
Játgeir. O, jú; en það er ekki viturlegt af henni.
Skúli konungur. Viturlegt?
Játgeir. Nei, því að hún gefur hinni sorgargáfu, er
hún drepur barn hennar.
Skúti konungur. Finnst þér sorgargáfan svo dýrmæt?
Játgeir. Já, herra.
Skúli konungur (starir á hann). Það er eins og tveir
menn búi í þér, íslendingur. Þegar þú situr með liirð-
inni í glaum og gleði, þá dregur þú kápu og kufl yfir