Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 29
Ívaka]
KJÖRDÆMASKIPUNIN.
155
Hannes Hafstein lagði fyrir Alþingi 1905 frumvarp
til laga um kosningar til Alþingis. Aðalatriði þess
frumvarps var breyting á kjördæmaskipuninni. Frum-
A'arp þetta var hið merkilegasta í alla staði, föstum
tökum og hispurslausum tekið á vandamálinu og grein-
argerð frumvarpsins og rökin fyrir því með fádæmum
skýr og ýtarleg. Vil ég leyfa mér að skýra frá efni
þessa frumvarps og hversu það var rökstutt, að svo
miklu leyti sem hér skiftir máli.
Landinu var skift í þessi 7 kjördæmi:
Fyrsta kjördæmi: Reykjavík og Gullbringu-
og Kjósarsýsla; 6 alþingismenn.
A n n a ð k jö r d æ m i : Árnessýsla, Rangárvalla-
sýsla, Vestmannaeyjar og Dyrhóla-, Hvamms- og Alfta-
verslireppar í Vestur-Skaftafellssýslu; 5 alþingismenn.
Þ r i ð j a k jö r d æ m i : Borgarfjarðarsýsla, Mýra-
sýsla, Snæfellsness- og Hnappadalssýsla, Dalasýsla og
Austur-Barðastrandarsýsla; 5 alþingismenn.
F j ó r ð a kjördæmi: Vestur-Rarðastrandarsýsla,
Vestur-ísafjarðarsýsla, ísafjarðarsýsla, ísafjarðarkaup-
staður og Norður-lsafjarðarsýsla; 4 þingmenn.
F i m m t a k j ö r d æ m i : Strandasýsla, Húnavatns-
sýsla, Skagafjarðarsýsla, svo og Hvanneyrar-, Þórodds-
staða- og Svarfaðardalshreppar í Eyjafjarðarsýslu; 5
alþingismenn.
S j ö 11 a k j ö r d æ m i hinir aðrir hreppar Eyja-
fjarðarsýslu, Akureyrarkaupstaður, Suður-Þingeyjar-
sýsla, Norður-Þingeyjarsýsla og Skeggjastaða- og
Vopnafjarðarhreppar í Norður-Múlasýslu; 5 alþingis-
menn.
S j ö u n d a k j ö r d æ m i hinir aðrir hreppar Norð-
ur-Múlasýslu, Seyðisfjarðarkaupstaður, Suður-Múla-
sýsla, Austur-Skaftafellssýsla og Vestur-Skaftafells-
sýsla, vestur að Kúðafljóti (Leiðarvallar-, Skaftár-
tungu-, Kirkjubæjar- og Hörgslandshreppar); 4 þing-
menn.