Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 99
ÍVAKA|
UM SKÓGRÆKT OG SANDGHÆOSLU.
225
fleiru en úveitum. Það má gera með fyrirhleðsium,
girðinguin og loks ineð sáningu eða gróðursetningu
ýmisskonar sandgróðurs innan girðinga. Allt hefir þetta
nú verið reynt, t. d. á Skeiðunum og í Landsveitinni
og hefir Einar Helgason garðyrkjustjóri lýst tilraunum
þeim, sem einkum Eyjólfur Guðmundsson i Hvammi
hefir gengizt fyrir*).
Lýsir hann fyrst uppblæstrinuin á þessa leið: „Upp-
blásturinn byrjaði norður á afrétti og færðist áfram til
suðvesturs alla leið inilli Þjórsár og Rangár, þar til
hann náði ofan í byggð. Frá því norðar en á móts við
Búrfell og suður að Skarfanesi að vestan og Galtalæk
að austan hefir jarðvegurinn gersamlega sópazt af.
Syðri hluti þessa svæðis var skógi vaxinn ekki alls
fyrir löngu. Þegar skógurinn eyddist, urðu þar eftir
gróðurlausir sandflákar, sem svo blésu upp, unz komið
var ofan í hraun eða stórgerðan sand og möl“.
Og svo tekur hann að lýsa hinum stórmerkilegu og
ósérplægnu tilraunum Eyjólls Guðinundssonar á þessa
leið: „Eyjólfur hefir hagað heftingu sandsins og
græðslu mestmegnis á þann hátt að hlaða grjótgarða,
einn eða fleiri, þvert yfir geilarnar milli grasbakkanna.
Fyrsta garðinn venjulega við mynni geilarinnar og þá
fleiri sunnar, eftir því sem honum hefir þótt þurfa.
Garðarnir eru misjafnlega háir, frá 3 fetum og allt
upp að (i fetum. Þeir eru að inestu hlaðnir úr hraun-
grjóti. Afleiðingin af þessum görðum er sú, að sand-
ur fyllist að þeim beggja vegna og á milli þeirra fer að
gróa, meðan þeir eru nægileg vörn. Nú vill oft fara svo,
að meira berst að görðunum af sandi en svo, að hann
fái þar allur viðnám; er þá venjulega bætt einum garði
við þar suður undan.
Þessir þrír gárar: Galtalækjargári, Búhólsheiðargári
og Túngári eru byrjaðir að gróa upp og er svo að sjá
•) Búnaðarrit, 1(>. ár, 1902, bls. 81 o. s.
15