Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 14
140
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
hugsanabarn Hákonar, elska það af öllu hjarta mínu.
Ó, að eg gæti knésett það! Það mundi deyja i hönd-
unum á mér. Hvort er betra, að það deyi í höndunum
á mér eða að það vaxi og verði stórt i höndunum á
honum? Fær sál mín frið, ef það verður? Get eg látið
mér það lynda? Gpt eg horft á það, að Hákon geti sér
slíkan orðstír! Hvað ])að er autt og dautt í huga mér
— og umhverfis mig. Enginn vinur —; íslendingur-
inn! (Gengur til dyra og kallar út:) Er skáldið farið
úr konungsgarði?
HirÖmaður (fyrir utan). Nei, herra, hann stendur í
forsalnum og talar við vörðinn.
Skúli konungur. Seg honum þá að koma inn! (Geng-
ur að borðinu, eftir litla stund kemur Játgeir). Eg get
ekki sofið, Játgeir; allar konungshugsanirnar miklu
halda mér vakandi, sérðu.
Játgeir. Það er um hugsanir konungsins eins og um
hugsanir skáldsins, geri eg ráð fyrir. Þær fljúga hæst
og þróast bezt, þegar kyrð og nótt er í kring.
Skúli konungur. Er það svo um hugsanir skáldsins
líka?
Játgeir. Já, herra; ekkert kvæði l'æðist í dagsbirtu,
það má rita það í sólskini, en það yrkist um kyrra
næturstund.
Skúli koniingur. Hver gaf þér gáfu sorgarinnar, Ját-
geir?
Játgeir. Sú, sem eg unni.
Skúli konungur. Hún dó þá?
Játgeir. Nei, hún sveilc mig.
Skúli konungur. Og svo varðst þú skáld?
Játgcir. Já, svo varð eg skáld.
Slcúli konungur (tekur í handlegginn á honuin).
Hvaða gáfu þarf e g til þess að verða konungur?
Játgeir. Ekki efans; því að þá spyrðuð þér ekki
svona?
Skúli konungur. Hvaða gáfu þarfnast eg?