Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 40
166
ALPHONSE DAUDET:
[vaka]
Blessunin hann séra Sigurður, sein ekkert skildi í
lundarfari þessara dýra, var alveg þrumu lostinn. Hann
sagði: — Það er útséð um það, geitunuin leiðist lijá
mér, ég held ekki einni einustu.
Saint sem áður lét hann ekki hugfallast og eftir að
hann hafði misst G geitur á þenna sama hátt, keypti
hann sér þá sjöundu, en í þetta sinn var hann svo
forsjáll að taka hana kornunga, svo að hún ætti hægra
með að venjast við að vera hjá honum.
Ó, Gríinsi, en hvað hún var falleg, litla geitiri hans
séra Sigurðar. En hvað hún var falleg, með blíðu aug-
un sín, skeggtopp eins og undirforingi, svartar og gljá-
andi klaufirnar, snúnu, röndóttu hornin, og löngu hvitu
hárin, sem voru kápan hennar. Hún var nærri því eins
skemmtileg eins og geitin hennar Esmeröldu, þú kann-
asl við hana, Gríinsi, og svo var hún svo gæf og inann-
elsk, hún lét teyma sig hvert sem vildi, aldrei steig hún
í skálina sína. Þetta var elskuleg lítil geit.
Á bak við húsið hans séra Sigurðar var girtur 'gr'as-
hlettur. Þangað teymdi hann nýja kostgangarann. Hann
batt hann við staur, á fallegasta staðnum í túninu, gaf
henni vel eftir af snærinu og kom við og við til að gá
að því, hvort henni liði vel. Geitin var mjög ánægð og
beit ineð góðri lyst og’ séra Sigurður var himinlifandi.
— Loksins, sagði aumingja maðurinn, þar kom að
þvi, hér getið jiið séð geit, sem ekki leiðist hjá mér.
Honum skjátlaðist, honum séra Sigurði, geitin hans
hafði óyndi.
Einn góðan veðurdag sagði hún við sjálfa sig, uin
leið og henni varð litið upp á fjallið:
— Mikið hlýtur inanni að líða vel þarna uppi. Mikið
má vera gaman að bregða á leik í Iynginu, án þess að
vera með þetta ólukkans snæri um hálsinn, sem ætlar
að kæfa mann. Það getur verið gott fyrir asna eða naut