Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 60
186
BJÖRG C. ÞORLÁKSON:
[VAKA.]
lega sú, að bræða hana og baka inn í hveiti, bæði í
sósur, jafninga, býtinga og kökur. En þegar feitin er
búin að jafnast vel og bakast inn í hveitið, þá liggur
hún eins og þunn eða þykk feitihúð utan um hvert
einasta hveitikorn, og jafnvel inn á milli sameind-
anna í hverju einasta hveitikorni. Nú eru meltingar-
vökvarnir aðallega vatn, blandað ýinsum meltingar-
efnum, er leysa sundur næringarefnin i fæðunni Þeg-
ar nú feitilaus injölmatur er borðaður, þá byrjar
ptýalínið í meltingarkirtlum munnsins óðar að um-
breyta mjölinu — að melta það — er því meltingin í
raun réttri talsvert áleiðis komin, þegar ofan í mag-
ann kemur. En þegar feitihúð liggur utan um hveiti-
agnirnar og þær eru gegnsósa af feiti, þá kemst munn-
vatnið og meltingarefni þess ekki að þeim, feitin
hrindir vatni frá sér, eins og allir vita. Mjölmaturinn
fer því allsendis ómeltur niður í magann. Og þar
tekur ekki betra við. Feitin, sem er utan um hveitikorn-
in og í þeirn, hrindir og sjálfum ineltingarvökvum mag-
ans frá þeim. Verður nú meltingin eitthvað til bragðs
að taka, ef svo mætti að orði kveða, og kemur nú lifrin
til hjálpar. í henni framleiðist gallið, og gallið eitt get-
ur gert feitina að sápu, sein svo er kallað, það er að
segja, leyst hana úr efnasamböndum og melt hana. Nú
vita allir, að sápa og vatn sameinast prýðisvel. Skola
nú meltingai-v’ökvarnir sápunni úr mjölmetinu og geta
nú loks leysirar þeir, sem við það eiga, náð tökum á
því og melt það.
Feitin i matnum hefir þá gert tvennt að verkum:
Hún hefir krafizl gall-framleiðslu, og lnin hefir tafið
fyrir mcltingunni, gert hana kröfumeiri og örðugri en
ella. Og hvorttveggja þetta er mjög viðsjárvert. Hin
aukna gall-framleiðsla getur auðveldlega leitt til of-
reynslu á sjálfri lifrinni, og fatast þá kirtilfrumuin
hennar framleiðslan. En afleiðingin af því getur orðið
sú, að maturinn, er feitin var i. berist ómeltur aíla leið