Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 124
250
ORÐABELGUR.
|vaka]
enn eru undir þyngsta fargi borgaradóinsins, — þess-
arar ómannlegustu, lygnustu og pestnæmustu menn-
ingarstefnu, sem sögur fara af.
Fólki er óhætt að reiða sig á, að það eru að eins
dauðadæmdii- menn, sem. færa stólfæturna í buxur, til
þess að verjast óhreinum hugrenningum. Ekkert er
fegurra né voldugra í listum vorrar aldar en hin vax-
andi hreinskilni og einlægni við sjálfan sig, Guð og
menn. Ekkert er hægt að hugsa né segja svo ljótt, að
það verði ekki fagurt, ef það er lnigsað eða sagt í hrein-
skilni og einlægni.
Maðurinn er sannleikurinn.
San Francisco 10. febr. 1028.
Hnlldór Kiljan Laxness.
SVAR TIL HALLDÓRS KIL.JAN LAXNESS.
Ég get því miður ekki fært mér í nyt það tækifæri
sem grein H. K. L. veitir inér til þess að ræða við
hann um menntamál.
Hin „stórkostlega hugmynd“ hans, að kenna skuli
almenningi á íslandi allar heiinsins höfuðtungur, svo
að ekkert þurfi framar að þýða á íslenzku, er of stór-
kostleg til þess að ég geti sagt skoðun mína á henni,
— svona í hvelli. Eg efast ekki um að hún verði
tekin til alvarlegrar ihugunar af menntamálaráðherra,
fræðslumálastjóra og Alþingi og geymi inér fyrst um
sinn að taka til máls um hana.
Þá vil ég heldur ekki eiga á hættu að hlaupa á mig
með hvatvíslegum dóini um þá uppgölvun hans, að
hver sá, sem ekki er fæddur fábjáni — eða eins og
hann orðar það: hver sá íslendingur, sem haft geti
gagn af að lesa hók i þýðingu — hann geti lært er-
lent inál á 6 mánaða námsskeiði. Þetta er stórkostleg
uppgötvun, ef hún reynist rétt. Ég skal ekki efast um
það að svo stöddu og heiti hlutleysi inínu, el' stjórn-
arvöldin vilja prófa hana með því að stytta ensku-
náinstímann i Menntaskólanum úr (> árum í 6 mánuði.
Þá er hin „nýja hugmynd“ H. K. L„ að meira beri