Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 85
[vakaJ UM SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU. 211
urnar og grasflæmin þar á láglendinu, þvi að þar
stönduin vér fslendingar, eins og síðar mun sýnt verða,
allvel að vígi, samanborið jafnvel við frjórri og beitari
lönd en fsland er; en það voru skógarnir í Klettafjöll-
unum austanverðum og í fjalldölunum þar, því að þar
klifruðu víða skógartrén eins og þéttskipaðar her-
fylkingar upp eftir nöktum fjöllunum upp á hæstu
brún. Þótt eg færi þar um sömu jafnhitalínur og þær,
er um ísland liggja, teygðu skógarnir sig upp í allt að
2000 metra hæð upp eftir fjöllunum eða sem næst á
hæð við sjálfan Öræfajökul.
Nú mun margur ætla, að sumrin þarna séu lengri og
ef til vill heitari en hér á íslandi. Þetta getur verið;
en þó svo væri, þá munar það aldrei miklu, þegar
komið er upp í þessa hæð. í Banff, fjalldal einum al-
þekktum, er ég dvaldist i nokkra daga, var mér sagt,
að sumarið væri í hæsta lagi 3—4 mánuðir.
Þá kunna aðrir að segja, að þar sé þurrara loftslag
en hér, en svo er ekki. Og einmitt sunnar, í Bandaríkj-
unum, þar sem loftslagið er þurrara, er lítill trjávöxt-
ur í fjöllunum. í Kanada aftur á móti, þar sem rakara
er, klæðir skógurinn víða fjöllin upp í eggjar að aust-
anverðu, en ekki að vestanverðu, þótt merkilegt megi
heita, þeirri hliðinni, sem veit út að Kyrrahafinu nið-
ur í British Columbia, fyrri en þá miklu neðar eða al-
veg niðri við fjallsrætur, en þar verður hann líka því
sem næst eins og í hitabeltunum.
Þá hefir því loks verið haldið fram og meira að segja
af sérfræðingum*), að hér sé fokjörð (K.—H.: rok-
mold, /öss-jarðvegur) líkt og á flesjunum á Rússlandi
og sléttunum í Ivanada, sem eins og kunnugt er eru að
mestu skóglausar. En fokjörðinni kvað vera þannig
háttað, að vatnið getur ekki sígið niður að rótum
*) C. V. Prytz: Skovdyrkning paa Island, bls. 25 o. s.
Kofoed-Hansen: SkógfræCilcg lýsing íslands, bls. 35.