Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 86
212
ÁGÚST H. BJARNASON:
Lvaka]
trjánna og myndað þar „grunnvatn“, heldur flýtur það
ofan á og gufar upp jafn-harðan. Enginn mun nú
treysta sér til að neita því, að hér sé allmikið af fok-
jörð og því muni fæst skógartré geta vaxið hér nema
þau, sem hafa svonefnda „skífurót“ eins og björk og
greni, enda er birkið helzta skógartréð hér á landi. En
hvernig er þá með kanadiska grenið? Hversvegna skyldi
það ekki geta þrifizt hér, úr því að það virðist geta fest
rætur þar svo að segja á nöktum fjöllunum og þrifizt
ágætlega? Þegar svo þar við bætist, að skógurinn þar
vex undir sömu jafnhitalínum og hér og klifrar þó á
hæð við Öræfajökul, en vér á hinn bóginn vitum, að
t. d. Núpstaðarskógur hefir haldizt við sennilega öld-
um saman inni undir jökli og sömuleiðis skógurinn í
Þórsmörk, þá fer að verða örðugt að sjá, hvað skilur.
En úr þessu getur auðvitað ekkert skorið til fulls
nema reynslan ein.
Ég stakk upp á því við þjóðrækna landa vora vestra,
að þeir söfnuðu eða létu safna fræi af ýmsum harð-
gerðum trjátegundum þar vestra og sendu hingað
heim. Mér er sagt, að ýmislegt hafi þegar sprottið upp
af slíku aðsendu fræi á Austfjörðum. En þetta þarf
að reyna með nákvæmni og kunnáttu og þá helzt víðar
um land. Ætti skógræktarstjóri og Búnaðarfélagið að
taka þetta mál að sér og setja sig í samband við Þjóð-
ræknisfélagið í Winnipeg eða stjórnarvöldin í Kanada
og koma svo upp smátilraunastöðvum hingað og
þangað hér á landi og það því heldur, sem mál þetta
virðist nú hafa hlotið beggja skauta byr vestra.
Mr. O. T. Johnson hefir skrifað grein i Heims-
kringlu, í febrúar í ár, sem hann kallar: „Að klæða
ísland skógi“. Ber hann þar fram hugmynd, sem hann
vill að Vestur-íslendingar komi í framkvæmd 1930.
Eiga Vestur-íslendingar að safna fé í sjóð, S k ó g -
ræktarsjóð, er afhendist íslandi við heimförina
1930. Síðan vill hann, að stofnað verði til trjáplönt-