Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 122
248
ORÐABELGUR.
[vakaJ
sem gerir ísjárvert í mínum augum, að fylltur sé is-
lenzkur bókamarkaður af þýðingastóriðju, þótt slíkt
kunni að gefast t. d. hér í Ameríku eða Þýzkalandi.
Með hinu verður aldrei ofmælt, að létt sé undir með
íslenzkum rithöfundum og skáldum, þar sem rækt
tungunnar, skáldleg mennt, er hið eina, sem réttlætir
tilveru íslendinga sem þjóðar, eins og einatt hefir verið
bent á af sjáandi mönnum og skiljandi. Og satt er það,
að tungan hefir verið móðurbrjóst þjóðarinnar gegn um
aldirnar. En það sómir sér engan veginn, að farið sé
að skapa þýðendastétt á íslandi, meðan skáldgefnum
mönnum er ekki gefið tækifæri til að gefa sig við
skáldskap, nema í hjáverkum. Hugmynd hr. K. A. um
ríkisútgáfu á kostnað prestastéttarinnar (ef ég skil rétl
Ioka-atriðin í ritgerð hans um andlegt líf) finnst mér
hinsvegar of byltingakennd. Auðvitað er það, vægast
sagt, þjóðarskömm, að % milljón króna sé sóað árlega
í vita-tilgangslausa og ófrjóa prestastétt, þótt þjóðin
hafi löngu vanizt að líta í stóiskri undirgefni á þá leið-
inda uppáþrengingu. En ríkisútgáfu-hugmyndin lyktar,
sem sagt, allt of mikið af jafnaðarmennsku til þess að
hugsanlegt sé, að hún verði framkvæmd fyrst uin
sinn, enda hæpið að hún hefði uinbætur í för með sér.
Er t. d. ómögulegt að ímynda sér, að ríkisútgáfa léti
koma fyrir almennings sjónir rit, sem færi í bága við
codex ethicus þeirrar stjórnar, sem að völdum situr.
Borgaraleg stjórn myndi t. d. ekki leyfa útgáfu rits,
sem færi í bága við borgaralegt siðakerfi, og jaínaðar-
mannastjórn myndi ekki síður aðhyllast stranga
bannskrá. —
Annars get ég ekki varizt því að álykta sem svo, að
í hugleiðingum hr. Kristjáns Albertsonar um bók-
menntaverðlagningu Islendinga kenni nokkurrar gremju
og svartsýni. Ég held t. d. að það, sem hann segir um
frægð Þórbergs Þórðarsonar og H. K. L., eða réttara
sagt ástæðuna til þess, að þeim hel'ir verið léð eyra,
hat'i við sáralítil rök að styðjast, sömuleiðis það, sem
hann segir um daufheyrn íslendinga við hinum fögru
blaðsíðum Sigurðar Nordals í „Hel“. Um viðtökur þær,
sem Vefarinn mikli hefir fengið, almennt, get ég að
vísu ekkert sagt, þar sem ég hef dvalið erlendis síðan
bókin kom út, en mér er óhætt að fullyrða, að íslenzkir
lesendur hafa yfirleitt þakkað og metið að verðleilcum