Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 94
220
ÁGÚST H. BJARNASON:
[VAKA]
síns og hesta í sandbyljunum þá um veturinn. Sand-
fokinu hefir því haldið áfram.
Ef nú skýring Þ. Th. á sandveðri þessu er rétt, þá
er það augljóst, hvílíka óskapa-eyðingu rifið á hrísi og
lyngi og öðrum gróðri, sem bindur jarðveginn og varn-
ar foki, getur haft í för með sér. Ættu menn þvi að
varast slíkt framvegis og láta vítin verða sér tiJ varn-
aðar.
En það er ekki nóg að reyna að varna sandfokinu
með því, að rífa ekki upp gróðurinn; menn verða bein-
línis að reyna að girða fyrir sandfokið helzt undir eins
og gárarnir fara að myndast. Annars hlýzt verra af,
eins og sjá má af einu nýjasta dæminu, sem ritað hefir
verið um nú nýlega.
Sandgræðslumaður Gunnl. Kristmundsson kennari
kemst svo að orði um svonefndan Kambsheiðargára í
Holtahreppi i Mgbl. 5. (4.) okt. f. á.
„Sagt er að Kambsheiðargárinn hafi fyrir rúmum
inannsaldri verið lítið flag, nú er hann fullir 3% km.
að lengd og um % km. á breidd, að meðaltali. — Bú-
inn er hann að taka af gróðurlendi 5 jarða. Allar eru
þær jarðir eign einstakra manna og mætti því halda að
þeir hugsuðu um að verja eign sína, og hreppsnefndin
í Holtahreppi styrkti þá með ráðum og dáð. Nei, ein-
staklingum, sem eiga þessar jarðir, hefir ekki ennþá.
skilizt til hlítar, að þeim ber skylda að verja jarðir sín-
ar skemmdum, og hreppsnefndinni ber einnig skylda
til að gæta þess, að uppblástur og sandfok hætti frá
löndum skeytingarlausra landeigenda og eyðileggi ekki
lönd annara jarða....... Sumir þessir jarðeigendur
hirða afgjöld af jörðum sínum, en hirða ekki um, þótt
þær skemmist og skemmdir frá þeim berist til næstu
jarða. Við Kambsheiðargárann er eitt slikt dæmi.
Hvammur heitir jörð og hefir til þessa verið eign I). . . .
E. .. . frá G. . . . í Grindavík. D. hefir verið gert aðvart
um, að jörð hans, Hvammur, lægi undir skemmdum;