Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 128
254
ORÐÁBKUiUK.
| vaka]
iim Stein Klliða í Vefaranum — á röskum 500 bls.?
Hvað á slikur dýrindis-velluskapur að þýða? Vamtan-
lega er hann þó skapaður eins og aðrir menn?
Nei, — fólki er óhætt að trúa því, að þeir rithöfundar
eru danðadæmdir, sem halda að einlægni sé fólgin í
þvi einu, að lýsa einhverju sem ólykt er að, og að þær
einar hugrenningar séu sannar, sem eru óhreinar. Og
það er ekki satt, að nú þyki „ekkert framar ljótt, nema
það sem logið er“. Mennirnir verða þreyttir á að lesa
upp aftur og aftur sömu sögurnar um eymd eða ófrýni-
leik lífsins. Nú, sem ávalt fyr, þykja þær sögur fagrar,
sem qru lýgi, þ. e. að ineira eða minna leyti fegurðar-
draumur skáldlegs ímyndunarafls.
Ekkert er vænlegra í listum allra alda en flug hinna
tignustu anda inn í jarðneska eða himneska yndis-
heima krafts, fegurðar og göfgi, — þau æfintýri marka
þróunarleið inannkynsins, framar öllu öðru.
Maðurinn myndi ekki vaxa og magnast af því einu,
að stara niður í sinn eigin auðvirðileik og halda, að
hann væri allur sannleikurinn.
Sannleikurinn um manninn var annar fyrir þúsund
öldum en hann er nú. Og hann verður annar eftir
þúsund aldir en hann er í dag. Hann verður annar m.
a. af því, að mannkynið mun alltaf eiga lýgin skáld og
óafvitandi reyria að breyta lygum þeirra í sannleika.
Pnris, 20. apríl 1928.
K. A.
RITFREGN.
ÁGRIP AF JARÐFRÆÐI eftir Guðmund G. Bárðar-
son, Reykjavík 1927, 2. útgáfa.
Það hefir verið furðu hljótt um bók Jiessa, síðan hún
kom út (laust fyrir áramótin síðustu), og er undarlegt,
hversu hennar hefir lítið verið gelið í blöðum og líina-
ritum, en margs annars hefir þar verið minnzt, sem
miklu síður átti skilið athygli almennings.