Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 91
[vaka]
UM SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
217
gangandi mönnum ekki nema i kné eða vel það, með
stöku birkihríslu upp úr, sem þó oftast nær er höggin
fyr eða siðar til eldiviðar eða annara smánytja.
En athugum nú þessa sandmyndun í sveitum nánar
til þess að sjá, hvort íbúar þessara héraða muni ekki
sjálfir eiga nokkra sök á henni, og hvort ekki megi á
hinn bóginn reisa nokkra rönd við henni eða jafnvel
hefta hana alveg á stærri eða minni svæðum og ef til
vill breyta söndunum í akurlönd. —
Þegar á dögum Njáls var riðið ,austur yfir sanda til
Hofs‘, enda munu þar enn vera neðarlega á miðjum
Rangárvöllum sömu sandarnir og þá voru, Helluvaðs-
og Geitasandur. En þeir hafa stórum aukizt og sand-
fokið frá þeim eytt býli og byggðir. Snemma á öldum
mun kirkjustaðurinn „Tröllaskógur", sem var norð-
austur af Árbæ á Rangárvöllum, hafa eyðst, sennilega
fyrst og fremst af óviturlegri meðferð skógarins þar í
kring og síðan af sandfoki. Við Helluvaðssand hefir
Litli-Oddi, í norður frá Selalæk, eyðst mjög snemma;
en miklu síðar (eða um 1800) Gröf og Grafarbakki á-
samt fleiri býlum, og eins Hof hið gamla og „Strend-
ur báðar“ við Geitasand. Úr Geitasandi fauk mjög á
Selalæk og Oddastað á 18. öld siðla, en þar er nú aftur
að gróa.
Öldum saman hafa líka verið margir sandgárar,
stórir og smáir, ofar á Rangárvöllum. Einnig þeir hafa
eytt fjölda býla, einna flest, þótt ólíklegt megi virð-
ast, siðasta tug 18. aldar, en það sýnir, hve hættan er
enn nærri og svo að segja yfirvofandi. Vigfús bóndi
Guðmundsson, sem ólst upp á Keldum og er manna
kunnugaslur öllu þessu, hefir nefnt mér nokkur dæmi
þess, hversu lengi sumir sandgárar hafa verið að verki.
Árið 1682 þorir Þórður biskup ekki að kaupa Árbæ á
Rangárvöllum af því, að kunnugur maður segi — „að
þessi jörð sé ágangsjörð af sandi og liggi við hún muni
eyðileggjast áður en langt um liður“. Alla tið síðan