Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 100
226
ÁGÚST H. BJARNASON:
[vaka]
sem þeir séu ekki orðnir hsettulegir. Garðarnir hafa
sýnilega gert þar mikið gagn..........
Eyjólfur hefir reynt að græða sand með því að sá i
hann fræi af melgresi (Elymus arenarius), en sýnileg-
ur árangur af því er mjög lítill........
Á uppblásna svæðinu vex melur víða og segja kunn-
ugir menn, að hann sé mjög að breiðast út. Hann vex
mest í hraununum, þar sem sandfokið er farið að
minnka, en þó ekki hætt; orsakast það sennilega af þvi,
að þar sem sandurinn er mestur, hefir fræið ekki við-
nám vegna þess, að bæði getur sandurinn skeflt þar yf-
ir, eða þá að megnið af honum fýkur burt. Það verður
ef til vill heppilegra að gróðursetja plöntur af inelgresi
á slikum stöðum; en að líkindum dugir hvorki sáning
né gróðursetning, þar sein sandöldurnar eru mestar,
fyr en eftir að búið er að hefta sandfokið að nokkrum
mun með grjótgörðum eða einhverju því líku“. —
En þar sem búið er að hefta sandfokið að nokkru
eða öllu leyti og þar sem farið er að gróa, má beita
öðru ráðinu, girða stærri eða minni svæði, eins og gert
hefir verið á síðari árum. Oft er það, að þótt sandarnir
séu farnir að gróa, þá fá þeir ekki næði til þess fyrir
ágangi búfjár Og þarf því ekki annað en að girða lönd-
in til þess, að þau grói upp á tiltöluleg'a stuttum tima.
Svo hefir þetta reynzt bæði á Rangárvöllum og Skeið-
um, þar sem sandarnir eru farnir að gróa. Er þá venjan
sú, að fyrst kemur elftingin og setur græna slikju á
landið; þá maðran, hvítmaðra og gulmaðra, og loks
kemur vingullinn og' býr til nokkurn veginn samfelld-
an svörð, þar sem liann á annað borð fær næði til
að gróa.
Fljótar gengur þó sandgræðslan, ef melfræi er sáð
innan girðinga. Dafnar melurinn þar oft svo vel, að
baendur slægjast stundum eftir fóðri því, sem þar vex og
sé melurinn sleginn reglulega á hverju ári, hleypur
hann alls ekki í garða eða hóla, eins og hann annars