Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 53
[vaka]
MATARGERÐ OG ÞJÓÐÞRIF.
179
sagt, að meltingin er i innsta eðli sínu víðtæk og um-
fangsmikil efnabreyting. Þessi efnabreyting á nú eig-
iulega að byrja í eltlhúsinu, þegar farið er að sjóða,
steikja og baka. Og sérhver húsmóðir þarl' að vita svo
mikið um meltinguna, að hún geti sagt svo fyrir um
matreiðsluna í eldhúsinu, að hún stefni að réttu mark-
miði, nefnilega því, að gera matvælin bæði sem auð-
meltust og sein nothæfust likamanum.
Hverjum manni ætti að liggja það í augum uppi, að
það sé mikilvægt atriði fyrir heilbrigði vora og vellíðan,
og eigi síður fyrir allan starfsþrótt vorn, að meltingin
sé i góðu lagi. Á hún helzt að ganga svo auðveldlega
fyrir sig, að vér finnum alls eigi til hennar — finnum
engin óþægindi af máltíð hverri á nokkurn hátt. En til
þess að svo sé, verður matreiðslan að vera skynsamleg,
og sjálf megum við ekki ofbjóða meltingarl'ærunum
á neinn hátt, livorki með því að borða of rnikið, né
með því að Iifa um of á einmeti. Og varast skyldi þó
ekki væri nema aðeins einu sinni, að neyta ofmikils af
einhverri einstakri fæðutegund. Allt þelta hefnir sín á
þann hátt, að starfsemi ineltingarfæranna trufiast, og
er þá heilsu og starfsþreki mannsins meiri eða minni
hætta búin. Fer hættan eftir þvi, hve víðtæka truflun
á starfsemi meltingarfæranna er um að ræða.
Tcnnur vorar bera þess Ijósan vott, að vér erum al-
ætur. Það er að segja, að oss er eðlilegast að lifa bæði
á fæðu úr jurtaríki og dýraríki. En meltingarvðkvar
vorir eru þann veg gerðir, að oss er örðugt eða ókleift
að melta allar þær tegundir næringarefna, sem oss er
eðlilegt að lifa á, eins og þau koma frá náttúrunnar
hendi. Þó má svo að orði kveða, að vér getum melt alla
fæðu úr dýrarikinu, án þess hún sé borin á eld. Úr
jurtaríkinu getum vér og melt vel þroskuð aldini, eins
og þau koma fyrir. En oss vantar ineltingarvökva, er
leysi hýði það, er lykur um sjálf næringarefnin í flesl-
uin fæðutegundum úr jurlaríkinu, korntegunduin, græn-