Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 97
tv-AKA] UM SKÓGRÆKT OG SANOGRÆÐSLU. 223
þeim er fyrst var veitt á, en talsverður austan til, þar
sem vötnin flæða yfir sjálfkrafa.
Þá segir Þorv. Thoroddsen ennfremur: „Náttúran
hefir í nálægu héraði gert svipaða gróðurtilraun í
stærri stíl. Hið mikla hraun, sem 1783 rann niður með
Hverfisfljóti, rann fyrir eldinn í mörgum breytilegum
kvíslum um allan Brunasand; þá var þar enginn gróð-
ur nema ineltottar á stöku stað. Hraunið stöðvaðist of-
an til á sandinum, sein nú losnaði við ágang hinna
harðstreymu jökulkvísla. Brunasandur hefir síðan stór-
kostlega gróið upp, enda sitrar jökulvatnið nú í ótal
lækjum undan hraunröndinni og frjóvgar sandinn. Frá
hraunröndinni er nú eintómar grasbreiður að sjá,
svo langt sem augað eygir niður eftir; þó eru sandar
fyrir neðan og all-mikil mellönd [gljár], en graslönd-
in aukast árlega. Fyrir neðan Hruna er mikið engja-
pláss, sem heitir Þorkellsræsir, og fást af því margir
faðmar heys; nafn hafa engjar þessar tekið eftir smala,
sem um 1830 vísaði á, að þar mætti slá dálítið, en síð-
an hefir gróið svona upp. Á Brunasandi eru nú 5 bæir
og fí búendur og hafa þeir nægar slægjur á sandin-
um; fyrsta nýbýlið, Orrustustaðir, var byggt
1822“*).
Það er nú við þessa lýsingu að athuga, að Þorkells-
ræsir eru að mestu úr sér gengnar, en slægjur aftur
fundnar annarsstaðar. Hitt er aftur á móti rétt, að
náttúran hefir með hraunröndinni búið þarna til sjálf-
skapaða áveitu. Á slíkum söndum eru þó jafnan tveir
vogestir yfirvofandi, sandrokið og jökulárnar; getur
hvorttveggja grandað gróðrinum á tiltölulega skömm-
um tíina. Ef svo eldgos og jökulhlaup bætast ofan á,
getur allt, sem gróið er, eyðst aftur i skjótri svipan;
en hraunin geta líka, eins og sýnt er hér að ofan, orð-
ið til þess að veita hæfilegu vatni á sandana.
*) Lýs. ísl., III., bls. 159—fiO.