Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 96
222
ÁGÚST H. BJARNASON:
[vaka]
borið árangur, þótt nokkuð sé hann misjafn, og skal
nú skýrt frá því helzía, en svo að lokum bent á, hvað
gera megi, ef hugur og hönd vilja leggjast á eitt með
náttúrunni og reyna að hjálpa hinum skapandi öflum
hennar.
F’yrst var reynt að græða út sandana með áveitum.
Hefir Þorv. Thoroddsen lýst þeim tilraunum að nokkru
og árangri þeim, sein þær hafa borið, og segist hon-
um meðal annars svo frá:
„Stjórnarsandur (eða Klaustursandur) ligg-
ur milli Skaftár að sunnan og Geirlandsár að vestan
[réttara : Breiðbalakvíslar að norðan]; hann er talinn
2500 vallardagsláttur. Fyrir hvatir Sæmundar Eyjólfs-
sonar og undir umsjón hans var 1886 farið að veita
vatni á sandinn, sem þá var alveg gróðurlaus; olli
hann miklum skemmdum á jörðum í Landbroti með
sandfoki. Tilgangurinn með þessari áveitu var fyrst
og fremst sá að komast að raun um, hvort auðið væri
að græða upp sand með vatni, og í öðru lagi, ef þessi
tilraun heppnaðist, að hindra með því sandfok á jarðir
þær, er lágu undir skemmdum. Árið 1905 voru það ná-
lega % hlutar sandsins, sem vatni hafði verið veitt á,
og var þá sá hluti meira og minna gróinn og grasi vax-
inn; á mestan hluta þess svæðis (þ. e. 1500 vallardag-
sláttur) var kominn viðunandi sauðhagi, og vestast á
sandinum, þar sem fyrst var veitt á, var gróðurinn
samvaxinn og langmestur. Samtímis hefir það unnizt á,
að 12 jarðir, sem næstar liggja sandinum, hafa nærri
alveg losnað við sandrok og land þeirra gróið upp og
batnað“*).
Þessi lýsing kvað nú ekki vera allskostar rétt leng-
ur. Kunnugur maður þar um slóðir hefir tjáð mér, að-
því nær enginn gróður sé nú á vestasta hluta sandsins,
*) Lýs. ísl., III., bls. 169.