Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 56
182
BJÖUG C. ÞORLÁKSON:
[vaka]
urnar ættu helzt að gera viku-áætlanir yfir máltiðirnar
fyrir fraxn. En hver inyndi sú húsmóðir, að eigi vildi
hún fúslega leggja þá umhyggju á sig, er með þyrfti,
til þess að fæðan, sein hún útbýtti heimilisfólki sínu,
gæti orðið því svo holl og hagkvæm að öllu leyti, sem
frainast væru föng á?
Vandinn er sáralítill við að nota hitageymi. Má heita
alveg sjálfsagt að nota hann, þá er um kornmat og
jarðarávexti er að ræða. En vita inega og allir það, að
lcjöt og fiskur, soðið i hitageymi, er hæði Ijúffengara
og næringarmeira en sé það fullsoðið yfir eldi.
Ég tók það fram, að suða í liitageymi hlífði fjör-
efnum fæðunnar. Efni þessi hafa fengið nafn sitt af
því, að enginn getur lifað til lengdar, ef þau vantar í
fæðuna. Skal ég og hér drepa á hin helztu.
Venjulegast eru talin þrenn fjörefni og kölluð A-, B-,
og C-fjörefni til aðgreiningar og eru mismunandi áhrif-
in. A- og B-fjörefni eru nauðsynleg til vaxtar og við-
gangs. Vanti þau í fæðuna, ná börnin eigi fullum
þroska. Auk þess getur þá komið i Ijós augnveiki,
þannig löguð, að hornhimnan í auganu skemmist, getur
blindu leitt af því; sömuleiðis taugabólgu og jafnvel
lömun. Ef C-fjörefni vantar í fæðuna, veldur það skyr-
bjúg.
A-fjörefnið er einkum í mjólk, rjóma, smjöri,
eggjarauðu og lýsi, auk þess í ýmsum matjurtum t. d.
spínati og gulrófum.
B-fjörefnið er og í mjólk og eggjum og þar að auki
í yztu lögunuin á öllum korntegundum. Þá er og mikið
af B-fjörefni í ölgeri.
C-fjörefnið er einkum i sætum og safamiklum ald-
inum, glóaldinum og gulaldinum (appelsínum og cí-
trónuin), en þar að auki líka í lauk, grænum baunum,
káli, spínati, salati og jarðeplum.
A- og B-fjörefnin þola allvel hita og deyja ekki við