Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 33
[vaka]
KJÖRDÆMASKIPUNIN.
159
Hver vill nú lengur verja þetta óréttlæti? HVaða
skynsamleg ástæða verður fundin til að viðhalda þvi?
Er það ekki bersýnilegt, að með þessari ranglátu
kjördæmaskipun er alvarlega brotið í bág AÍð grund-
vallarreglu hins almenna kosningarréttar, sem mönn-
um verður á að ætla, að órannsökuðu máli, að sé 'al-
gild í stjórnarskipun vorri, og sennilega allir vilja við-
halda. Það er ekki almennur kosningaréttur nema því
að eins, að atkvæði allra kosningabærra manna, án
tillits til þess, hvar þeir eru í landinu, séu jafngild.
Reglan sem Engléndingar orða svo: „One vote, one
value“, verður að gilda til þess að kosningarrétturinn
geti talizt almennur. Það er ekki almennur kosningar-
réttúr á meðan maður, sem á heima á Seyðisfirði, hefir
að lögum sömu áhrif á landsmál sem sex Reykvík-
ingar. — Eða hvaða ástæða er til þess að einn Austur-
Skaftfellingur er talinn jafngilda þremur Eyfirðing-
um og þremur og hálfum Suður-Þingeying? Ef rétt-
læti þessa skipulags á að byggjast á einhverju lögmáli,
þá er vissulega ekki auðvelt að átta sig á því.
Aulc þess sem kjördæmaskipun sú, sem nú ríkir hér
á landi, brýtur bág við grundvöll almenns kosningar-
réttar, getur hún og komið í bág við undirstöðu þing-
ræðisins, sem sé þá, að þeir fari með valdið í landinu,
sem meiri hluti þjóðarinnar fylgir. Það er vitanlegt,
að vegna núverandi skipulags getur minni hluti kjós-
enda á öllu landinu ráðið meiri hluta þings og þar af
leiðandi einnig landsstjórn. Þar kemur því fram svo
hróplegt og hættulegt ranglæti, að fyrir þá sök eina er
brýn þörf breytingar. Ef við hverfum af þeim grund-
velli, sem óhjákvæmilegur er, hvarvetna þar sem jafn-
rétti borgaranna er viðurkennt, sem sé að meiri hluti
þeirra ráði, þá erum við komnir út á þá hæltulegu
hraut, að erfitt verður að finna viðurkenndan réttan
handhafa ríkisvaldsins. Hér á landi, þar sem ríkisvaldið