Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 12
138
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
hverja hugsun þína; en sé maður einn með þér, þá
svipar þér stundum til þeirra, er maður kysi að eiga
sér að vini. Hvernig stendur á því?
Játgeir. Þegar þér gangið til sunds í ánni, herra, þá
afklæðizt þér ekki þar, sem kirkjul'ólkið á leið fram
hjá, heldur leilið þangað sem afdrep er.
Skúli konungiir. Auðvitað.
Játgeir. Sál mín er feimin; þess vegna afklæðist eg
ekki, þegar svo margir eru í höllinni.
Skúli konungur. Hm. (Stutt þögn). Seg mér, Játgeir,
hvernig atvikaðist það, að þú varðst skáld? Af hverjum
lærðir þú skáldskapinn?
Játgeir. Skáldskapur lærist ekki, herra.
Skúli konungur. Lærist ekki? Hvernig gerðist það þá?
Játgeir. Eg fekk gáfu sorgarinnar, og svo varð eg
skáld.
Skúli konungur. Það er þá sorgargáfan, sem skáldið
þarfnast?
Játgeir. Eg þurfti sorgarinnar; aðrir kunna að þurt'a
trúarinnar eða gleðinnar — eða efans —
Skúli konungur. Efans lika?
Játgeir. Já, en þá verður efandinn að vera hraustur
og heilbrigður.
Skúli konungur. Og hvern kallar þú óheilbrigðan ef-
anda?
Játgeir. Þann, sem efast um efa sinn.
Skúli konungur (hægt). Það finnst mér væri dauð-
inn.
Jútgeir. Það er verra; það er húmið.
Skúli konungur (snögglega, eins og hann hristi af
sér hugsanir). Hvar eru vopn mín. Eg vil bardaga og
athafnir — ekki hugsa. Hvað var það, sem þú ætlaðir
að segja inér, þegar þú komst?
Játgeir. Eg ætlaði að segja það, sem eg komst eftir
í stofunni. Borgarmennirnir eru að stinga nefjum
saman; þeir hlæja hæðilega og spyrja, hvort við vit-