Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 126
252
ORÐABELGUR.
[vaka]
mennta. Hann á við það, að rithöfundarnir leitist við
að iýsa mannlífinu í allri nekl þess. En þegar ég segi,
að skáldsaga hans hafi vakið athygli hvað mest fyrir
þessa bersögli — sem hann kallar einlægni og hrein-
skilni — þá finnur hann ástæðu til andsvara. Hann
unir ekki þessum orðum mínum. Líkar þau bölvanlega.
En getur ekki mótmælt þeim.
Hvers vegna er hann ekki hrifinn af því, að ein-
lægnin í Vefaranum hefir laðað hugi manna að bókinni?
Eg skil það ekki. Ég sé aðeins, að hann er gramur,
að hann þreifar eftir gamalli mublu til að henda i haus-
inn á mér. Og finnur það upp til þess að réttlæta fauta-
skapinn, að ég hafi hneykslast á einlægni sinni — þoli
ekki hreinskilni, hispursleysi!
Ég? — sem í fyrra sumar skoraði á hólm hvern þann,
er hneykslaðist á hispursleysi H. K. L.! Þegar Vefarinn
hafði verið hrakyrtur í einu blaðanna og talinn siðspill-
andi, þá komst ég m. a. svo að orði í Vcrði:
„Nú er allur andi hinnar nýju sögu H. K. L. þrunginn
siðferðilegri alvöru, en hins vegar skrifar hann tepru-
skapar- og hræsnislaust um kynferðislíf mannanna, svo
sem gera allir frjálsbornir rithöfundar um viða veröld.
Þó að allar bókmenntir frá elztu tímum og fram til
vorra daga séu fullar af berorðum ummælum um
kynferðislíf og holdlegar áslir, þá er það samt algengt
fyrirbrigði að reynt sé að traðka niður unga gáfaða rit-
höfunda undir yfirskini siðferðilegrar hneykslunar. Ef
haldið verður áfram að beita þessari sömu aðferð til
þess að niðra H. K. L., þá gæti komið til mála að
minna hræsnarana við tækifæri á ýmsa staði í Bibli-
unni, ritum Shakespears og Tolstojs, íslendingasögum
o. s. frv. — sígildum bókmenntum, sem enginn bannar
æskunni að lesa eða talar um að séu siðspillandi. Þó
skal ég geta þess, að það er fjarri mér að álíta, að
allar merkar bókmenntir séu hollur lestur fyrir óþrosk-
aðan æskulýð, en auðsætt er, hve sú krafa er heimsku-
leg, að ekki megi út gefa aðrar bækur en hentugar séu
handa börnum".
Ég hélt, að þctta væri nógu skýrt, og vék því ekki í
greininni um „Andlegt lif á íslandi" að skoðun minni
á bersöelinni í Vefaranum, heldur aðeins að afstöðu
islenzkra lesenda almennt til bókarinnar.