Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 25
[vaka]
KJÖRDÆMASKIPUNIN.
151
ekki nim til að rekja efni þeirra, en þess má að eins
geta, að Jón Sigurðsson bar þá fram bænarskrár frá
17 kandídötum og stúdentum i Kaupmannahöfn, þess
efnis, að þjóðkjörnir þingmenn verði 42, og samskonar
ósk kom úr ýmsum sveitum landsins.
Á þinginu 1847 urðu allheitar umræður um þetta
mál, og var það fellt að senda konungi bænarskrá um
fjölgun þingmanna, aðallega vegna kostnaðar, er af
þvi myndi leiða. Var fjölgun þessi þó að miklu leyti
ætluð til þess að bæta úr rangri kjördæmaskipun, sem
lýsti sér meðal annars i því, að Vestmannaeyjar ineð
800 ibúum, Reykjavik með 800—900 íbúum og
Strandasýsla með 1000 íbúum kusu öll einn fulltrúa,
jafnt og Árnessýsla með 5000 íbúum. Jón Sigurðsson
barðist eindregið með því, að þingmönnum yrði fjölg-
að og á þann hátt bætt úr misrétti kjördæmanna, og
vil ég í þessu sambandi leyfa mér að taka upp eftir-
farandi ummæli hans við umræður málsins:
„Þingin eru byggð á því, að allsherjar-viljinn geti
komið fram fyrir munn fulltrúa þjóðarinnar, en þetta
leiðir til þess, að fulltrúafjöldinn verður hvað helzt að
byggjast á ibúafjöidanum og jafnast eftir honum".
Með þessu átti hann við, að eigi einungis skyldi
íbúafjöldinn í Iandinu öllu ráða tölu þingfulltrúanna,
heldur skyldi einnig íbúafjöldi hverrar sýslu eða hér-
aðs skera úr um þingmannafjölda þess landshluta.
Fyrir þjóðfundinum 1851 lá konungsfrumvarp um
að fjölga þjóðkjörnum þingmönnum upp í 30, á þann
hátt að fjöhnennustu sýslurnar ásamt Reykjavík fengju
tvo fulltrúa í stað eins. Enda þótt þingmenn væru yfir-
leitt þessu fylgjandi, voru þeir mjög andvígir ýmsum
öðrum ákvæðum frumvarpsins, enda féldc frumvarpið
aldrei samþykki þeirra. Þrátt fyrir það að kjördæma-
skipunin var rædd á flestum þingum fram til 1873,
varð engin breyting á henni fyr en 1874, að því frá-
skildu, að með tilsk. frá 6. jan. 1857, 8. gr„ var Skafta-