Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 15
[vaka]
IBSEN OG ÍSLENDINGAR.
141
Játgeir. Herra, þér e r u ð konungur.
Skúli konungur. Ert þ ú allt af svo viss um, að þú
sért s k á 1 d ?
Játgeir (horfir um stund þegjandi á hann og spyr:)
Hafið þér aldrei elskað?
Skúli kommgur. Jú, einu sinni, — eldheitt, fagurt
og i meinum.
Játgeir. Þér eigið konu.
Skáli konungur. Hana tók eg til þess að fíeða mér
sonu.
Játgeir. En þér eigið dóttur, herra, — milda og dýr-
iega dóttur.
Skúli lconungur. Væri dóttir mín sonur, þá spyrði eg
þig ekki, hvaða gáfu eg þyrfti. (Segir hátt:) Eg verð
að hafa einhvern hjá mér, sem hlýðir mér án þess að
vilja neitt sjálfur, — sem hefir óbilandi trú á mér,
sem vill halda fast við mig í blíðu og stríðu, sem lifir
eingöngu til þess að bera birtu og hlýju yfir líf mitt,
sem verður að deyja, ef eg fell. Gef mér ráð, Játgeir
skáld.
Játgeir. Kaupið yður hund, lierra.
Skúti konungur. Mundi ekki maður nægja ?
Játgeir. Slíks manns munduð j)ér verða að leita lengi.
Skúli konungur (skyndilega). Vilt þú vera mér slík-
ur maður, Játgeir? Viltu vera mér sonur? Þú skalt fá
kórónu Noregs í arf, — þú skalt fá land og ríki, el' þú
vilt vera mér sonur, lifa fyrir lífsstarf mitt og treysta
mér.
Játgeir. Og hvað ætli eg að láta til tryggingar því,
að eg hræsnaði ekki?
Skúli konungur. Láttu af lífsköllun þinni; yrk þú
aldrei framar, þá trúi eg þér.
Játgeir. Nei, herra, — það væri að kaupa kórónuna
of dýrt.
Skúli konungur. Hugsaðu þig um! Það er meira að
vera konungur en að vera skáld.