Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 108
234
KRISTJÁN ALBERTSON:
[vaka]
fylgdi yfirleitt engin greinargerð fyrir tilgangi þeirra,
og engin orð féllu, er komið gætu í veg fyrir þann
skilning, að þær væru fram komnar af óánægju við
Dani.
Þess vegna eru hinar fáorðu yfirlýsingar flokkanna
ekki til annars fallnar en að gefa Dönum rangar hug-
myndir um hug vorn í þeirra garð og gera stirðari í
bili alla sambúð inilli þjóðanna.
Hér á íslandi vitum vér, að það hefir auðvitað ekki
verið ætlun flokkanna að storka Dönum með yfirlýs-
ingunum. Dönsk stjórnarvöld hafa enga ástæðu til
þess gefið, síðan vér fengum fullveldi vort. Og í skrif-
um danskra blaða síðasta áratug um Island og íslenzk
efni hefir jafnan andað hlýju og velvild í vorn garð.
Vér skulum ekki misskilja það, þó að þau séu nú
taorð og varorð um yfirlýsingar flokkanna um upp-
sögn sambandslaganna. í kyrrþey hljóta Danir að
spyrja sjálfa sig: Hvað kemur til þess, að íslendingar
rjúka nú upp, áður en samnings-tímabilið er hálfnað,
og tala einum rómi um uppsögn? Hvað höfum vér nú
gert á hluta þeirra? í umræðunum á Alþingi eru engar
skýringar á því. Þeir vilja taka utanríkismálin í sinar
hendur, afnema ákvæðið um sameiginlegan fæðingar-
rétt. Er elcki nógur tími fyrir Alþingi til þess að til-
kynna þetta, þegar þar að keniur, að sambandslögin
gera ráð fyrir endurskoðun?
Hvernig stóð á þvi, að enginn flokkanna sá nauð-
syn þess að láta einhver orð falla, þegar yfirlýsing-
arnar voru gefnar, er kæmi í veg fyrir misskilning af
Dana hálfu?
Það verður ekki skýrt nema á einn veg: Enginn
þeirra hefir virt fullrar umhugsunar þá hlið málsins,
er vissi að sambandsþjóð vorri, — allir hafa þeir fyrst
og fremst miðað afstöðu sína og unnnæli við hitt, að
eiga ekki á hættu að dragast aftur úr í kapphlaupinu
uin kjósendafylgið.