Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 107
| vaka]
ALÞINGI OG SAMBANDSLÖGIN.
233
snerta skifti vor við erlend riki, þá miði þeir i hví-
vetna orð og gerðir við þjóðarhag — en láti aldrei
stjórnast af flokkshag og þó sízt af persónulegum
ástríðum.
Ég kem þá að yfirlýsingum þingflokkanna um upp-
sögn sambandslaganna.
í hvaða tilgangi eru þær gerðar?
Eru þær fram komnar af þjóðlegri nauðsyn, er sam-
einað hafi flokkana ofar öllum ágreiningi um dægur-
málin?
Ég fæ ekki séð, að sú skýring geti komið til greina.
Auðvitað áttum vér íslendingar að fara að hugsa um
það í alvöru, hvað vér ætluðumst fyrir þegar þar að
kæmi, að sambandslögin yrðu endurskoðuð. Flokk-
arnir áttu að ráðgast um það, hvað gera bæri 1940 og
1943, hvernig undirbúa skyldi, að ísland tæki utanrik-
ismál sín algjörlega að sér o. s. frv.
En hvers vegna ekki að ráðgast um þetta bak við
Ijöldin og í kyrrþey?
Þegar þjóðþing gefur einum rómi þá yfirlýsing um
gildandi samning við annað ríki, að það sé óánægt
ineð hann og vilji segja honum upp, og þessi yfirlýs-
ing kemur fram mörgum árum áður en samningurinn
sjálfur gerir ráð fyrir, að ósk um endurskoðun skuli
látin í ljós, — þá er eðlilegast að skilja slíka yfir-
lýsing svo, að hún sé gerð í mótmælaskyni, :.ð hún
lýsi ekki fyrst og fremst óánægju með samning, sem
gerður var að frjálsum vilja beggja aðila, heldur von-
brigðum um það, hvernig hinn aðilinn hafi haldið
samninginn.
Hið eina sem komið gæti í veg fyrir slíkan skiln-
ing á yfirlýsingum flokkanna á Alþingi væri það, að i
umræðunum hefði verið gerð önnur grein fyrir tilgangi
þeirra og skýrt í'ram tekið, að i þeim fælust engar ásak-
anir til Dana um skort hollustu í vorn garð siðan sam-
bandslögin voru gerð. En i yfirlýsingum flokkanna