Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 20
146
G. F.: IBSEN OG ISLENDINGAR.
[vaka]
Gautur, þar sem bólar á einhverju nýju. En sá, sem
þýðir hugmyndaauðugt útlent rit, má ekki „sveigja
hjá“, hann verður að skila hugmyndunum á sitt mál
með sem líkustum blæ og þær hafa á frummálinu, en
til þess verður hann að íhuga alla úrkosti, liðka málið
og laða að hinum nýju hugmyndum. Við það glæðist
vaxtarmagn og mjúkleiki tungunnar.
Það er nú gainan, að Ibsen, sem sjálfur hafði eflzt
að málsnilld við að lesa fornsögur vorar, þótt í þýðing-
um væri, hefir goldið kennslukaupið með þeim hætti,
að tveimur beztu skáldum vorum hefir vaxið ásmegin
við að þýða hann.
Bezta þýðing Matthíasar úr ritum Ibsens er efalaust
Þorgeir í Vík. Sú þýðing er aðdáanleg og vant að sjá.
að hún standi frumkvæðinu neitt að baki. Þýðingin á
Brandi virðist mér dálítið misjöfn, en orðgnótt er þar,
flug og kraftur.
Þýðing Einars Benediktssonar á Pétri Gaut er sígilt
listaverk, enda segist höfundur hafa varið til hennar
fullu ári af lífi sínu. Hún er allt í senn, nákvæm og
mjúk, andrík og tiguleg. —
Eitt af því sem kom fyrir Pétur Gaut var það, að
orð hans virtust bergmála á þýzku, og hann ritaði í
vasabók sína:
„Bergmál á þýzku. Berlínarmállýzka“.
Ibsen auðnaðist það að heyra orð sin bergmála á
ýmsum málum. En vér megum gleðjast yfir því, að
orð hans bregmála vel í stuðlabergi íslenzkunnar, svo
að honum er óhætt — málsins vegna — að fæðast á ný
hér á íslandi.
Guðm. Finnborjason.