Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 48
174
BJÖRG C. RORLÁKSON:
| vakaJ
hvernig störfum þeim eða starfi því væri i raun réttri
háttað, er vér tölum svo kunnuglega um.
Eitt slikra orða er „melting". Vér tölum daglega um
slæma og góða meltingu, um að þessi og þessi matur
sé auðmeltur, annar tormeltur o, s. frv. En fæstir munu
þó geta gert sér nokkra verulega grein fyrir því, hvað
„melting“ sé í raun og veru — hvað það sé, sem verð-
ur, er vér meltum fæðu vora, hvaða myndbreytingum
næringarefnin verða að taka i meltingarkerfi voru til
þess að geta komið líkamanum að notum.
En ofturlítil þekking í þessu efni er þó nauðsynleg
til þess að skilja nokkuð i mikilvægi matargerðarinn-
ar og til þess að læra að greina milli góðs og ills, þá er
um fæðu og fæðutegundir er að ræða. Skal ég þvi gera
hér ofurstutta grein fyrir aðalatriðum þeim, er vér eig-
um við, þegar vér tölum um „meltingu", og drepa á
aðalþættina í lífsstörfum þeim, er gerast, er líkaminn
nærist.
Starfsemi meltingarkerfisins er, i stuttu máli sagl, í
því fólgin að framleiða ýms efni, er nefna mætti örf-
ara og leysira ídiastaser og enzijm). Þessi efni eru
vatni blandin, er þau framleiðast, og köllum vér vatnið
með efnum þessum í einu nafni meltingarvökva. Efni
þessi starfa aðallega að því að leysa hin margvíslegu
efni fæðunnar úr eindatengdum sínum, þ. e. melta þau,
svo þau geti orðið líkamanum nothæf til næringar.
En til þess að skilja ofurlitið i þessari starfsemi
meltingarvökvanna, verðum vér að leiða oss fyrir
sjónir, hvernig efnin í líkama vorum og fæðu vorri eru
byggð — eins og reyndar öll þau efni, er vér þekkjum,
og til samans mynda allan efnisheim vorn.
Öll þau hin fjölbreyttu efni, sem vér þekkjum, eru
nefnilega byggð á svipaðan hátt, úr ósæjum smádeilum,
sem nefnd eru öreindir, frumcindir og sameindir á voru
máli. Á útlendu máJi eru þessi frumdeili efnis nefnd