Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 84
210
ÁGÚST H. BJARNASON:
[vaka':
kanadiska grenið (Spruce), sem til eru af mörg af-
brigði, vestan úr Klettafjöllum, og að það geti vaxið
hér og dafnað.
Margir hafa raunar nú orðið megnustu ótrú á skóg-
ræktinni hér á landi fyrir litla og lélega reynslu und-
anfarinna ára, lítil fjárframlög af landsins hálfu og ef
til vill líka lítinn áhuga hjá þeim, sem skóginn eiga.
Sagt er, að sumum bændum sé beinlínis illa við skóg-
inn fyrir það, að hann reiti ullina af fónu, og að þeir
vliji því fá hann upprættan með öllu. En þetta er fá-
víslega hugsað; og hverju er ullarrifað að kenna öðru
en því, að skógurinn er ekki almennilega grisjaður og
að fénu er beitt á hann, áður en hann hefir fengið
næði til að vaxa?
Til þess að sannfærast um það, að bæði einstök tré
og skógur geti þrifizt hér, þurfa menn ekki að ómaka
sig lengra en austur að Múlakoti í Fljótshlíð, inn í
Þórsmörk eða upp í Vatnaskóg á Hvalfjarðarströnd,
að ég nefni ekki skógardalina upp af Brjánslæk á
Barðaströnd og víðar. En til hvers eigum vér þá að
vera að planta skógi og öðrum trjágróðri, munu menn
spyrja?
Sumpart til skrauts og skjóls heima við bæina, og
sumpart til þess að auka við skóglendi það, sem er, en
þó aðallega til þess að varna frekari uppblæstri og fokf
Keppikefli vort a>tti að verða það, að slióglendi lands-
ins yrði að minnsta kosti jafn-víðáttumikið og það var
á landnámstið. Menn eru nú, sem von er, tregir á að
trúa þvi, að þetta geti orðið. En hví ætti þetta ekki að
geta orðið nú sein fyr? Hví ætti þetta land að vera svo
afskift af hálfu náttúrunnar, að hér gæti ekki þrifizt
skógur, þótt hann þróist á sömu hita- og breiddarstig-
um annarstaðar og jafnvel enn norðar í Noregi, Si-
beríu og Kanada?
Það sem vakti einna mesta undrun mína, er eg fór
um Kanada jivert og endilangt 1923, voru ekki slétt—