Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 117
I vaka]
BÓKMENNTAÞÆTTIK.
248
nýju lofti?“. En það má lika spyrja: „Er trú þeirrá
manna, sem boða nýjar menningarstefnur, svo Iftil,
að þeir efist um, að það bezta í þeim þoli dálitla mól-
spyrnu ?“.
Það vill svo vel lil, að eitt hið bezta dæmi þess,
hvernig nýjungum á að veita viðtöku, er úr sögu Is-
lendinga. Þeir taka kristnina í lög á alþingi með fullu
viti og skynsemi, og kippa ineð því tauinunum úr hönd-
um æsingamanna beggja flokka. En í stað þess að
gleypa við miðaldakirk junni, sem þá var heims-
menningin, fara þeir sínar eigin leiðir í kirkjuskip-
an og kristnihaldi. Þeir taka við nýjum hugsunum,
ritlist og siðfágun. En þeir hafna veldi einangraðr-
ar klérkastéttar, oftrú og inunkamærð. Að visu kost-
aði þetta sífellda baráttu og að lokum urðu érlendu
áhrifin yfirsterkari á ýmsum sviðum. En meðan
baráttunni var haldið uppi átli íslenzk inenning sitt
hezta skeið. íslenzkar fornbókmenntir hefði hvorki
skapazt án þeirra nýju áhrifa, sem með kristninni
komu, né heldur, ef hið þjóðlega viðnám við valdi
kirkjunnar hefði verið veikara, ef þjóðin hefði kastað
rýrð og fyrirlitningu á fornan fróðleik og hugsunarhátt.
En engin þjóð getur verið öðrum eins til fyrirmynd-
ar í þessu el'ni og Englendingar. ÖIl saga þeirra á sið-
ari öldum sýnir þá hófsemi, sem stýrir hjá byltingum
með því að taka við því bezta, sem nýjungarnar bjóða,
án þess að ril’a niður það stæðilegasta af því, sem fyrir
er. Englendingar kunnu að taka við siðaskiftunum,
án þess að gera messuna fátæklega og rýja kirkjurnar.
Þeir rifu ekki hársvörðinn upp ineð óklárindunum. Það
þarf ekki annað en ganga um brezkan bæ til þess að
kynnast þessuin anda. Gömlu húsin eru látin standa,
nýjuin bætt við í stil þess tíma, sem yfir stendur, án
þess að óttast það, sem riddarar nýjunganna kalla ó-
samræmi. Með því inóti vex menningin eins og jurt,
eftir sínu eigin lögmáli. Garðlistin enska tók náttúruna