Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 110
BÓKMENNTAÞÆTTIR.
V. BRÚÐARKJÓLLINN.
Kornungur íslenzkur rilhöfundur, Kristmann Guð-
mundsson að nafni, hefur vakið talsverða athygli á sér
i Noregi með tveini bókum, sem hann hefur frumritað
á norsku ríkismáli, Islandsk kjærlighet (1926) og
Brudekjolen (1927). Síðari bókina er sagt, að eigi að
þýða á ýmsar tungur. Það er að vísu ekki orðin nein
nýlunda, að íslenzkir höl'undar hverfi af hinni þrörigu
götu sinnar eigin tungu út á breiðari hrautir annara
mála, og yfirleitt hefur þeim mönnum farnazt sæmi-
Jega. En samt er sitt af hverju í dæmi Kristmanns, sem
fróðlegt er að hugsa um.
Kristmann er Reykvíkingur, umkomulítill og alinn
upp á Iífsins útigangi. Hann hel'ur vist ort frá þvi hann
kunni sæmilega að draga lil stal's og löngu áður en
hann þekkti leyndardóma islenzkrar stafsetningar. Eg
veit ekki, hvort nokkur maður hefur getað séð. hvort
fyrstu tilraunir hans voru góugróður eða aðrir lífseig-
ari kvistir. Um tvítugt gaf hann út Ijóðakver, Rökkur-
söngva, sem hvarf í straumi annara áskriftaljóða. En
vel hefði þó mátt virða það við kverið, ef menn hefði
vitað um kjör og menntun höfundarins, að það stóð
hvorki að efni né smekkvísi að baki samskonar Ijóða-
kverum hinna skólagengnu skálda. Sköinmu siðar fór
Kristmann til Noregs. Það var ekki af neinum duttlung-
uin. Hann var heilsulitill, fékk enga atvinnu, sem hann
gat stundað, og lá ekki fyrir honum annað en sultur-
inn, sem hann var búinn að fá nóg af. Heimanbúnað-
urinn var svo óríflegur sem verða má. En Norðinenn
reyndust honum góðir viðurtöku, og undir eins og Krist-