Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 57
i VAKA 1
MATARGERÐ OG ÞJÓÐÞRIF.
183
90 stiga hita. En það er í raun réttri nægur suðuhiti.
C-fjörefnið þar á móti deyr við þann hita.
Efni þessi eru nefnd „vitamin“ á útlendu máli; hafa
ýmsir nefnt þau bætiefni á ísienzku, en það orð er langt
frá því að vekja rétta hugmynd um orkumagn efna
þessara. Álita ýmsir lífeðlisfræðingar, þar á rneðal
Kellogg, að efni þessi séu nauðsynleg til næringar
niagnkirtlum líkamans. Er þetta mjög sennilegt. En ef
svo er, þá leiðir og af því það, að sjálf eru efni þessi
að einhverju leyti sameðlis að efnagerð og sjálfir
magnkirtlarnir. Væri því eigi fjarri sanni að kalla þau
magnefni. En í raun réttri þýðir útlenda orðið „vita-
min“ lífefni, og er þýðing G. Björnsonar landlæknis,
fjörefni, bæði laukrétt og munntöm og nota ég
hana því hér. —
I>að ætti nú að liggja í augum uppi, hve mikils virði
sú suðuaðferð er, sem hlífir þessum mikilvægu efnum,
svo að þau komá oss að notum. En þess utan má og
enn telja suðunni i hitageyminum það til gildis, að
fæðan verður auðmeltari og þar af leiðandi næringar-
meiri en ef soðið er yfir eldi.
í sambandi við þetta vil ég nota tækifærið til þess
að benda húsmæðrunum á það, hve lítilsvirði næring-
artöflur hússtjórnarskólanna eru í raun og sannleika.
Þessar töflur gera ráð fyrir því, að sama fæðan —
sama næringarefnið — hafi æ og ætíð jafnmargar
raunverulegar hitaeiningar, hver svo sem fæðunnar
neytir. En það er nú margreynt og ætti að liggja í
augum uppi, að enginn hefir gagn af þeim mat, sem
hann meltir ekki. Og þær einar hitaeiningar, sem melt-
ingin vinnur úr fæðunni, getur hver og einn fært sér í
nyt. Það, sem ekki meltist, verður að úrgangi. Og ef úr-
gangurinn er óeðlilega mikill, bendir slikt á, að matur-
inn sé eigi allskostar við meltingarhæfi mannsins. Geta
ýmsir kvillar og ýms óþægindi stafað af ómeltum mat