Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 65
Lvaka]
MATARGERf) OG ÞJÓÐÞRIF.
191
hann á hættu, a6 lungun geti eigi bætt sér slit sitt til
hlítar. Veiklast þá sjálfar lungnafrumurnar og missa
mótstöðuþrótt gegn ýmsum þeim gerlum, er jafnan
flytjast inn i þau með andrúmsloftinu, má þar helzt
til nefna berklagerla og syfilisgerla. Telja nú margir, að
syfilis i lungum sé miklu algengari en menn ætla. En
auðvitað á slíkt frekar við erlendis, þar sem sú skæða
veiki er svo margfalt algengari en hér.
Þá má og nefna kjötneyzlu almennings forðum og
nú. Forðum var kjöt af fullvöxnum kindum, al' haust-
feitum sauðum, lagt til búsins og venjulegast saltað
rétt mátulega mikið, til þess að eigi þyrfti að útvatna
það neitt að ráði. Fékk heimilisfólkið kjötineti að
minnsta kosti tvisvar til þrisvar i viku til miðdegis-
verðar. Og eigi má gleyma hangikjötinu. Það var
bæði mikið og gott. Og víða var eigi venja að sjóða
kjöt nema við mjög hægan eld, aðeins láta það krauma,
sem kallað var. Og einstöku forstandskonur suðu það
i moði.
Ég hefi allvíða farið um lönd og kynnt mér nokkuð
mataræði, bæði alþýðu og efnastétta. Og þykist ég hafa
sannfærzt um það, að Frakkar og íslendingar hafa að
inörgu leyti svipaðasta alþýðumatreiðslu á þeim mat-
vælum, er báðar þjóðirnar hafa sameiginleg. Báðar
þessar þjóðir gjöra t. d. skyr alveg á sama hátt. Er
skyr með rjóma algengur matur i Paris, einkum á
á sumrin, ineðan mjólk er mest. Þá er og kæfa búin til
liæði í Frakklandi og á íslandi, og algengur inatur í
báðum löndunum. En sá er orðinn munurinn á. að ís-
lendingar eru að hætla að búa til soðkæfu en
Frakkar búa aðeins til soðkæfu. Og er því munur-
inn á bragðgæðum og nothæfi kæfunnar býsna mik-
ill. . Því ættu íslenzku húsmæðurnar allar sem ein
að taka upp aftur hinn forna sið, að seyða kjötsoðið
og láta það í kæfuna. Bæði verður hún þá langt um
betri og' heldur sér lengur en ella. Svið og hausasultu