Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 93
Ivaka] UM SKÓGRÆKT OG SANDGUÆÐSLU. 219
haustið eftir harða veturinn 1835. Heldur Þorv Thor-
oddsen þvi fram*), að sandfok þetta hafi verið því að
kenna, að kjarrskógur og lyngbreiður austur og norð-
austur af Landi hafi verið rifnar upp skepnum og fén-
aði til bjargar eftir þenna harða vetur: „1 Rangárvalla-
sýslu var [þá] þriðji hver bóndi orðinn heylaus um
sumannál, og það sökum trassaskapar manna í beztu
heyskaparsveitum". Tóku menn þá það ráð að vorinu
að rífa hrís og lyng og saxa niður handa skepnunum.
En þegar um sumarið og þó einkum um haustið, í af-
laka-veðri 24. nóv. — 1. desbr., tók sandurinn að fjúka.
í „Sunnanpóstinum"**) er veðrinu lýst á þessa leið:
„Skaðaveður mikið, af Landnorðri, kom 24da Nó-
vember 1835 austur í Rangárvalla Sýslu. Það stóð heila
sjö daga með sama ofsa. Á Landinu og Rangárvöllum
gjörði það mikinn skaða; eyðilagði haga, tún og skóga
meir eða minna á 32 Býlum; og er haldið að 12 jarðir á
Landinu nái sér aldrei aftur; þar fæckaði og í næstu
fardögum 8ta Búendum. . . Veðrið varð skaðlegast á
Landinu og Rangárvöllum vegna sandfoksins, sem víða
svarf af alla grasrót og þak af húsum og lamdist svo
inn í útifénað, að sauðfé gat valla borið sig fyr enn
sandurinn var mulinn úr ullinni. Malarsteinar, sem
veðrið feikti með sandinum, vógu ö lóð og þar vfir“.
Skjót varð þannig hefndin eftir hermdarverkin. Hálfu
ári eða svo eftir hrísrifið var Landsveitin orðin að sann-
kallaðri sandsveit og nokkuð of Rangárvöllunum líka.
Hefðu bændur haft vit á að hlífa skóginum og lynginu,
hefði að likindum ekki farið eins og fór. Enda varð
skammgóður vermir að björginni handa skepnunum,
því að Páll Melsted eldri getur þess í skýrslu sinni til
stiftamtmanns, 2. ág. 1836, að í tveim hreppum, Land-
sveit og Rangárvallahreppi, hafi bændur misst 2/3 fjár
*) Árferði á íslandi, bls. 234—36.
**) Sunnanpóstur, desbr. 1836, bls. 190.