Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 47
MATARGERÐ OG ÞJÓÐÞRIF.
Ýmsum kann nú ef til vill í fljótu brag'ði að koma
það kynlega fyrir sjónir, að tala um matargerð og þjóð-
þrif í sömu andránni, enda má og það til sanns vegar
færa, að fleiri eru máttarstólpar þjóðþrifa en matar-
gerðin ein. En þegar vér athugum hið nána samband,
sem er milli matargerðar og heilbrigði líkamans, þá
mun oss skiljast, hve mikilvægur máttarstólpi matar-
gerðin er. Mun engum blandasl hugur um það, að
hreysti og heilbrigði eru hverjum manni betra brautar-
gengi en vanmegni og þrekleysi, en hagkvæm og holl
næring frá barnsaldri er fyrsta skilyrðið fullnaðar-
þroska, bæði til líkaina og sálar.
Enginn getur gert sér fulla grein fyrir mismun hag-
kvæmrar og óhagkvæmrar matargerðar, nema hann viti
ofurlítið um tilgang sjálfrar matargerðarinnar — viti,
að hún á sumpart að búa matvælin undir líkamsmelt-
inguna og sumpart að byrja samkynja efnabreytingar
og þær, er vér nefnum meltingu, er þær fara fram í
meltingarfærum vorum.
En í hverju eru þá þessar inyndbreytingar fæðunnar,
er vér nefnum „melting“, í raun og veru fólgnar?
Þvi er nú svo varið, að vér notum olt og einatt ýms
huglök, vms orð, án þess að geta gert oss ljósa grein.
fyrir því. við hvað vér eigum með orðinu. Oss fer tið-
um svo, að ef orðið, heiti einhvers hugtaks eða verkn-
aðar, verður oss tamt, þá finnst oss, að hér sé um al-
kunnan og algengan verknað að ræða, enda þótt vér
myndum koinast í meiri eða minni bobba, ef einhver
fyndi upp á því að spyrja oss, við hvað vér ættum og