Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 30
156
THOR THORS:
[vaka]
Kosningar skyldu jafnan, þegar fleiri en einn þing-
mann skyldi kjósa, fara fram með hlutfallskosningu
eftir framboðslistum, er á væru skráð nöfn þingmanna-
efna, er gæfu kost á sér til þingmennsku. Hver kjós-
andi skyldi hafa rétt á að afhenda slíkan lista.
Við útreikning þess, hverir væru kosnir af hverjum
einstökum lista, skyldi notuð aðferð sú, sem kennd er
við d’Hondt, og nú er beitt hér á landi við landskjörið
og hlutfallskosningar í Reykjavík.
Ójöfnuður var þá allmikill á kjördæmaskipuninni,
eins og marka má nokkuð af eftirfarandi töflu.
Neðantöld kjördæmi höfðu þessa íbúatölu f r a m
y f i r m e ð a 1 t a I :
Reykjavík ............ 43 af liundraði ibúa, eða samt. 3358 ibúa.
S.-Þingeyjarsýsla .... 39 — -- — — — 1479 —
N.-fsafjarðarsýsla .... 38 —- —— — ■— — 1430 —
Snæf.n.-og Hnappad.s. . 34 — -- — ■—- — 1204 —
Árnessýsla ............ 24 — -- — — — 1465 —
En neðangreind kjördæmi vantaði á meðaltölu:
Mýrasýslu ............. 20 af bundraði íbúa, eða samt. 392 ibúa.
Strandasýslu .......... 31 — -- — — — 546 —
N.-Múlasýslu .......... 41 — -- — — — 1350 —
Akureyri .............. 51 — -- — — — 777 —
N.-Þingeyjars.......... 72 — -- — — — 968 —
ísafjörð .............. 83 — -- — — — 1041 —
A.-Skaftafellss..... 116 — -- — — — 1239 —
Seyðisfjörð .......... 158 — -- — — — 1418 —
Vestmannaeyjar ....... 220 — -- — — — 1588 —
Reykjavík kaus þá tvo þingmenn, en átti rétt á fjór-
um. Til þess að hafa sama rétt lil fjögurra þingnianna,
hefði mátt leggja saman eftirfarandi sjö kjördæmi, sem
hvert kaus einn þingmann: Vestmannaeyjar, ísafjörð,
N.-Þingeyjars., A.-Skaftafellss., Seyðisfjörð, Akureyri og
Strandasýslu.
Þrátt fyrir misrétti þetta, féklc frumvarpið daufar
undirtektir á þinginu 1905 og varð ekki útrætt þar. Það
var að nýju lagt fyrir þingið 1907, en fellt þar. Hafa þó