Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 22
148
THOR THORS:
[vaka]
fer. Löggjafarvaklið — valdið til að setja borgurunum
reglur fyrir líferni þeirra og viðskiftum — er hjá þing-
inu. Framkvæmdarvaldið, valdið til þess að framfylgja
þessum reglum, ráða framkvæmdum ríkisins, er hjá
nokkurskonar nefnd, sem sé landsstjórninni, sem þing-
ið skipar, og er hún í einu og öllu háð fyrirskipunum
og vilja þingsins. Konungsnafnið þarf nú ekki lengur
að nefna, þegar talað er uin raunverulegt stjórnvald.
Þegar við íhuguni þetta, — hversu geysilegt og skil-
yrðislaust vald er í höndum þingsins, vald til þess að
hjóða og banna þjóðinni eitt og allt, — þá ætti okkur
að vera Ijóst, hve afar-áríðandi, hver lífsnauðsyn er
á því, að þingið sé skipað sem færustum mönnum, er
starfi í sem allra fyllstu sainræmi við þær kröfur, sem
landsbúar gera til samlífsins í þjóðfélaginu, og gæti þess
glögglega að fara elcki út fyrir takmörk síns löglega
verksviðs eða þeirra þjóðskipulagskenninga, er sá meiri
hluti landsbúa, sem að þinginu stendur, aðhyllist.
Hvað er þá þingið? — Menn munu svara: Þingið
er samkoma kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Þessi
skilgreining er að því leyti röng, sem orðið fulltrúi
kynni að benda til þess, að þingmenn væru bundnir
takmörkuðu umboði frá kjósendum sínum. Því að
samkv. 44. gr. stjórnarskrár eru þingmenn eingöngu
bundnir við sannfæringu sina. Ég hygg, að frá raun-
verulegu sjónarmiði inegi segja, að Alþingi sé sam-
kunda, kosin af ákveðnum hluta landsbúa, til þess að
fara með aðalþætti sjórnarvaldsins. Það, að Alþingi
l’er með þetta vald, nefnum við þingræði.
Alþingi fylgir um val landsstjórnar og um starfs-
hætti sína yfirleitt þeirri grunavallarreglu, að sá flokk-
ur eða þeir flokkar, ef fleiri eru en einn, sem meiri
hlula hafa á þinginu, mynda stjórnina og marka
stefnu hennar. Það er því bersýnilegt, hversu bráð-
nauðsynlegt það er, að þingmeirihluti hafi að baki sér