Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 116
242
SIGURÐUR NORDAL:
Ivaka]
á eklcert skylt við lirosshófinn, sem traðkar niður í
hlindni hvað sem fyrir er. Aftur á móti á likingin
prýðilega við öfgastefnur, sem vilja ryðjast til valda
andmælalaust, af því að fylgismenn þeirra treysta þeim
ekki til þess að komast klakklaust gegnum hömlur
skynsamlegra íhuguna og gætilegrar reynslu.
Eg þykist vita, að síra Ragnar vilji eklci heyja bar-
áttu sína fyrir nýjuin stefnum undir inerki hrosshófs-
ins. Á það benda sum umraæli í grein hans. Hann segir,
að mestu máli skifti, í hverja farvegi i þjóðfélaginu
straumum nýrrar menningar og fjármagns sé veitl.
Samlíkingin er góð, enda hefur hún verið svo oft end-
urtekin í seinni tið, að margir eru hættir að talca eftir,
hvað í henni er fólgið. Heimsmenningunni er þar líkt
við geysiinikla elfi, þjóðlífi voru við dálitinn engjateig,
sem er nokkurnveginn gróinn, en hefur þó ærna þörf
á aukinni rælctun. Áveitumennirnir vilja hvorki tak-
markalaust vatnsflóð yfir teiginn né vatnsheldan múr
kringum hann. Þeir vilja hleypa vatninu inn um hæfi-
lega flóðgátt og hafa stjórn á því með görðum og skurð-
um, svo að það frjóvgi, án þess að spilla. Ef horfið er
frá líkingunni að veruleikanum, er þetta sama sem að
segja: Vér eigum að vísu að vera næmir á menningu
og framfarir annara þjóða, þvi að oss skortir margt við
þær. En vér eigum engu að síður að gera oss sem ljós-
ast, hvað vér eigum og hvers virði það er. Menning sú,
sem fyrir er með þjóðinni, verður að mynda flóðgátt,
garða og skurði áveitunnar. Þegar allt þjóðlífið virðist
t. d. stefna að bæjarlifi, er ekki vanþörf á að gera sér
grein fyrir verðmætum einangrunar og fásinnis. Það er
ekki einungis til þess að reyna að snúa straumnum,
sein sjálfsagt er vonlítið, heldur til þess að hvetja menn
að halda í sem mest af þessum verðmætum í nýju um-
hverfi. Síra Ragnar spyr: „Er þá trúin hjá hinum róm-
antísku andríku mönnum á auðæfin í anda þjóðarinn-
ar svo litil, að þeir haldi, að hún þoli ekki súginn af