Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 66
BJÖRG C. ÞORLÁKSON:
[vaka]
192
búa Frakkar til á mjög svipaöan hátt og íslenzltar hús-
mæður. Og eru þeir eina þjööin, sem ég veit til að búi
til alla þá rétti, er nú voru taldir, í'yrir utan oklcur
íslendinga. Eru þar enn auðsæ áhrifin frá Göngu-Hrólfi
og mönnum hans, því auðvitað er hér um forn-norræna
matargerð að ræða.
Auðvitað var sá galli á matarhæfi okkar, að nýmeti
og grænmeti var af skornuin skammti, og súrmatur
sennilega notaður um of. Og aldini þekktust varla. Mik-
ið bætti það þó um, að fjallagrös voru víða notuð, en
þau eru undrarík að efnum, sem líkamanum mega að
gagni koma, og svara í raun réttri til beztu tegunda
af kjörsveppum.
Og þá er sjálf matargerðin. Áður, ineðan hún var
alíslenzk, var það venja á öllum sæmilegum heimilum,
að nota hitageymi, að sjóða í moði. Voru allir grautar
látnir sjóða skamma stund yfir eldi og svo marga
klukkutíma í moði. Auk þess voru hrísgrjón, hanka-
bygg og baunir ávalt látin liggja í bleyti yfir nóttina,
áður en elda skyldi. Þá voru og brauðin bökuð undir
potti; gufuðu því eigi hin hverfulu ilmefni burt úr þeim,
þó þau væru seydd svo lengi, að þau yrðu dökk að lit.
Mátti með sanni segja, að allur mjölmatur væri sern
allra bezt úr garði gerður frá góðra húsmæðra hendi,
og svo auðmeltur og nothæfur, sem framast mátti verða,
og svo auðugur að fjörefnum, sem unnt var.
Svona var matargerðin, þar sem hún var í bezta lagi.
Og þrátt fyrir sultartíma að vorinu til, lengri eða
skeinmri, þrátt fyrir hungur og hallæri liélt þjóðin
þeim andlega og líkamlega þroska, sem hún hafði frá
upphafi, og sem liún hefir þann dag í dag.
En nii er að renna upp nýtt tiniabil í þjóðlífi voru
að því er fæði viðvikur. Nú síðustu árin er mataræðið
að gjörbreytast og stefnir hröðum fetum í þá átt, er
til stórtjóns má leiða, ef ekki er í taumana tekið. Við