Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 89
[vaka]
UM SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
215
friðað, girt og grisjað skóglendi sín eins og vera ber.
Skógræktaistjóri hefir þegar sýnt það á fremur léleg-
um skógi, sem áður var, Vatnaskógi, að það hefir ekki
tognað svo lítið úr honum á fáum árum fyrir skyn-
samlega grisjun. Nú er hann orðinn svo hár, að það
má að skaðlausu hafa þar kúabeit á sumrin. Mætti í
slíkum skógi eða í grennd við hann hafa stórfeilt kúa-
bú og sumarbeit fyrir heilar sveitir. Fengist með tím-
anum allt i senn úr slíkum skógi: eldiviður í stóna,
sihækkandi skógur og sumarbeit handa búsmalanum.
En til þess að almenningur fái bæði þekkingu og á-
huga á trjáræktinni, ætti sem víðast að planta trjám
heima við bæina og þá einkum að fá unga fólkið til
þessa. Væri vel til fallið að hafa ofurlitlar trjáræktar-
stöðvar bæði við búnaðarskólana og héraðsskóla þá,
sem nú eru að rísa hingað og þangað um iand og
kenna þvi fólki, sem þá skóla sækir, ofurlítið i trjá-
rækt. Ætti hver piltur og stúlka, sem þaðan kæmi, að
geta flutt heim með sér nokkrar trjáplöntur til minn-
ingar um skólavistina og setja metnað sinn í það að
gróðursetja þær og hlúa sem bezt að þeim heima fyrir.
Væri heldur ekkert á móti því, að það yrði lands-
siður, að menn gróðursettu svonefnda ættarmeiði, um
það leyti sem þeir settu bú, og plöntuðu síðan tré með
hverju barni, sem þeim fæddist. Ef þetta yrði lands-
siður og menn kappkostuðu jafnan að bæta í skörðin
fyrir það sem út kulnaði, væri trjágróðurinn ekki
lengi að aukast hér á landi.
Loks gætu Ungmennafjelögin hér, að sið Ameríku-
manna, haldið svonefndan trjáræktardag (arbor day)
einu sinni á hverju vori eða hausti annaðhvort á svæði
því, er þau hefðu sérstaklega helgað sér, eða þá hing-
að og þangað út um sveitirnar, þar sem þau helzt vildu
bera niður og heppilegast þætti fyrir gróðurinn.
En ef öllum þessum ráðum væri beitt og lifandi á-