Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 105
LVAKAÍ
ALÞINGI OG SAMBANDSLÖGIN.
231
um um, að landhelgisga:zlan hefði að undirlagi fyrv.
ríkisstjórnar verið hlutdræg á síðustu árum, — íslenzku
togurunum hefði verið hlíft, hinir erlendu teknir. Þessi
brígzl rökstuddi ráðherrann með því einu, að fáir ís-
lenzkir togarar hefðu verið teknir i landhelgi á síðari
áruin. Það er óhugsandi, að hann hafi ætlað sér að gera
þjóð sinni gagn ineð þessum ummælum. Hann þurfti
að sverta fyrirrennara sína og horfði ekki í það, þó að
orð hans kynnu að veikja aðstöðu vora til varnar
gegn erlendum árásuin og auka óvinsældir strandgæzlu
vorrar meðal útlendra fjandmanna hennar.
í byrjun þessa árs stóð sxi fregn í einu af áhrifa-
mestu blöðum Þýzkalands, „Vossische Zeitung“, að
olíugeymar þeir, er Shell-félagið og British Petroleum
Co. væru að byggja á íslandi, væru svo stórir, að senni-
legt þætti að ætlazt væri til, að brezk herskip gætu
haft not af þeim á ófriðartímum. Þessi fregn var tekin
upp í fjölmörg hlöð víðsvegar um Evrópu.
Sendiherra íslands í Kaupmannahöfn sá ástæðu til
þess að leiðrétla hana í viðtali við „Berlingske Tidende",
og „Voss. Zeitung“ birti síðan ummæli hans. Sendi-
herrann tók það fram, a ð olíugeymarnir í Reykjavik
og við Slcerjafjörð tækju ekki meira samtals en hér
um bil eins árs forða handa íslandi af olíu og benzíni,
a ð olíunotkun liefði aulcizt á íslandi undanfarið og
væru allar líkur á, að hún ykist enn að mun í fram-
tíðinni cg a ð in. a. þess vegna væri að sínu áliti ekki
ástæða til þess að ætla, að stærð oliugeymanna væri við
annað miðuð en eðlilega samkeppni um olíusölu á
íslandi.
Hvers vegna hlaut sendiherrann að andmæla þessum
blaðafréttum? Vegna þess að það gat ekki verið ís-
landi til annars en minnkunar og tjóns, ef trúnaður
hefði verið lagður á þá fregn, að eitt stórveldanna væri
að reisa mannvirki hér á landi, er efla ætti aðstöðu þess,
ef til ófriðar drægi. Það var jafnvel ekki óhugsandi, að