Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 114
240
SÍGUHÐUH NORDAL:
[vaka]
nýrrar menningar frá landinu. En síðan verður honum
það á í messunni að taka mig sem í'ulltrúa slíks hugs-
unarháttúr. Við það verður grein hans skrýtilega hrygg-
lirotin. Hann ræðst, auðsjáanlega af fullri sannfæringu,
á stefnu innilokunarmanna (sinbr. hls. 89 o. áfr. hér
að framan). En svo er eins og hann vilji láta mig ó-
verðugan njóta góðs af þeirri ádeilu. Við það er ekkert
að athuga neina það, að eg hef aldrei hugsað neitt svip-
að því, sem hann gerir mér upp í grein sinni.
Mér þykir leiðinlegt, að síra Ragnar skuli ekki hafa
getað gert athugasemdir við grein mina uin Öræfinga,
án þess að rangfæra hana. f lýsingu minni var hverju
orði i hóf stillt og hvergi sagt meira en hin stutta
kynning min (sem reyndar var bæði dálítið lengri og
meiri en sira Ragnar gefur i skyn) af fólkinu leyfði
mér. Hann talar um „sálargrennslan" og endurtekur
hvað eftir annað, að eg telji Öræfinga o f u r m e n n i
og alfullkomna! Það mátti ekki minna kosta. — Eg
segi, að fólkið sé yfirleitt kjarnmest við fjöllin. Síra
Ragnar reynir ekki að andmæla því, en svarar með
fyndni um flutning fjalla og jökla. Sjálfur Ieyfir hann
sér seinna í grein sinni að segja, að menn skipist i
stjórnmálaflokka eftir því, hvar þeir sé í sveit settir og
hverja atvinnu þeir stundi. Einhverju ræður þá um-
hverfið. Af því að eg minnist á, að mönnum vaxi
gætni og þrek á því að berjast við Skeiðará, dregur
hann þá ályktun, að eg vilji láta sprengja brýrnar af
Ölfusá og Þjórsá! Eftir þvi ætti t. d. Benedikt Waage,
sem trúir á þroskagildi sunds, að vilja láta sökkva öll-
um skipum. Munurinn er reyndar sá, að Skeiðará er
alls ekki unnt að brúa með nútímatækjuin. Annaðhvort
verða menn að kunna að ríða hana, eða láta hana hefta
Jeið sína með öllu. Sú glíma er ekki tómur leikur, frern-
ur en sundið manni, sem dettur útbyrðis. En menn geta
vaxið af henni engu að síður.
Annars skifta svona persónulegar glettur nauðalitlu