Vaka - 01.06.1928, Blaðsíða 92
218
ÁGÚST H. B.JARNASON:
[vaka]
hefir verið að sagast þar af landinu og ekkert teljandi
gróið aftur. Þó lagðist byggð þar ekki niður fyrri en
um 1900 og í túninu hefir verið slegið fram til þessa
tíma.
Til samanburðar má nú nefna annað dæmi þar úr
grenndinni, þar sem mannshöndin hefir sífellt verið að
strita á móti eyðingunni og virðist nú loks ætla að bera
sigur úr býtum. Um líkt leyti og fór að fjúka á Árbæ,
eða nokkru síðar, fór einnig að fjúka á Keldnatúnið,
og öld síðar voru 3 bændur kvaddir til álita um það —
„hvört Túngarður væri til Bata á Kieldum og álitum
við það Jörðune til stærstu Fordjörfunar vegna Sands
Foks er á hana geingur“ (Þjskj.safn A, 56). Nú um
nálega öld hefir verið lögð feiknamikil vinna í sand-
mokstur, fyrirhleðslur o. fl. til varnar eyðingunni, og
hefir Skúli bóndi Guðmundsson, bróðir hins fyrnefnda,
unnið inanna dyggilegast að þessu. Árið 1926 var sett
þar sandgræðslugirðing og nú er Keldnatúnið orðið ör-
ugt að mestu með sama viðhaldi og að mun betra en
þá er það var lakast, um og eftir 1882.
Um eyðingu á Landinu af völdum sandfoks er það
að segja, að þegar á 17. öld mun sandgári mikill hafa
verið kominn niður i miðja Landsveit að sunnanverðu.
Hann eyðilagði þá og síðar Kýraugastaði, Réttanes, Borg
og fleiri býli. Á 18. öld kemur annar mikill gári niður
sveitina, en norður og niður með Skarðsfjalli að
sunnanverðu. Gári þessi spillti svo Fellsmúla 1743, að
Vz tók af túni og % af högum. Gári þessi fór og alveg
með stórbýlin Mörk, Eskiholt, Stóra-Klofa o. fi. Eftir
Heklugosið 1766 urðu bændur að flýja frá Haga og Ás-
ólfsstöðuin í Gnúpverjahreppi og lögðust jarðir þessar
þá i eyði um nokkurt skeið. Má geta nærri, hvernig sá
hluti Landsveitar, sem liggur milli Heklu og jarða þess-
ara, hefir farið þá.
Eitthvert eftirminnilegasta sandfokið, sem þó var
ekki af völdum neins goss, stafaði af sandveðrinu mikla