Vaka - 01.06.1928, Page 91

Vaka - 01.06.1928, Page 91
[vaka] UM SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU. 217 gangandi mönnum ekki nema i kné eða vel það, með stöku birkihríslu upp úr, sem þó oftast nær er höggin fyr eða siðar til eldiviðar eða annara smánytja. En athugum nú þessa sandmyndun í sveitum nánar til þess að sjá, hvort íbúar þessara héraða muni ekki sjálfir eiga nokkra sök á henni, og hvort ekki megi á hinn bóginn reisa nokkra rönd við henni eða jafnvel hefta hana alveg á stærri eða minni svæðum og ef til vill breyta söndunum í akurlönd. — Þegar á dögum Njáls var riðið ,austur yfir sanda til Hofs‘, enda munu þar enn vera neðarlega á miðjum Rangárvöllum sömu sandarnir og þá voru, Helluvaðs- og Geitasandur. En þeir hafa stórum aukizt og sand- fokið frá þeim eytt býli og byggðir. Snemma á öldum mun kirkjustaðurinn „Tröllaskógur", sem var norð- austur af Árbæ á Rangárvöllum, hafa eyðst, sennilega fyrst og fremst af óviturlegri meðferð skógarins þar í kring og síðan af sandfoki. Við Helluvaðssand hefir Litli-Oddi, í norður frá Selalæk, eyðst mjög snemma; en miklu síðar (eða um 1800) Gröf og Grafarbakki á- samt fleiri býlum, og eins Hof hið gamla og „Strend- ur báðar“ við Geitasand. Úr Geitasandi fauk mjög á Selalæk og Oddastað á 18. öld siðla, en þar er nú aftur að gróa. Öldum saman hafa líka verið margir sandgárar, stórir og smáir, ofar á Rangárvöllum. Einnig þeir hafa eytt fjölda býla, einna flest, þótt ólíklegt megi virð- ast, siðasta tug 18. aldar, en það sýnir, hve hættan er enn nærri og svo að segja yfirvofandi. Vigfús bóndi Guðmundsson, sem ólst upp á Keldum og er manna kunnugaslur öllu þessu, hefir nefnt mér nokkur dæmi þess, hversu lengi sumir sandgárar hafa verið að verki. Árið 1682 þorir Þórður biskup ekki að kaupa Árbæ á Rangárvöllum af því, að kunnugur maður segi — „að þessi jörð sé ágangsjörð af sandi og liggi við hún muni eyðileggjast áður en langt um liður“. Alla tið síðan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.