Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 14
8
ÁGÚST H. BJARNASON:
[vaka]
hægri menn, að senda hingað fulltrúa til samninga-
gerðar sumarið 1918.
Fulltrúar beggja landanna settust á rökstóla í kenn-
arastofu háskólans jjann 1. júlí það ár, og 18. s. m. var
samningagerðinni lokið. En rétt áður horfði til full-
kominna samningsslita og fulltrúar heggja landanna
voru staðnir upp. Þá sagðist Bjarni frá Vogi — og hafi
hann sæll gert jjað —■ hafa unnið jjað til að slaka á
klónni um jafnrétti jjegnanna í báðum ríkjum og rétt-
indaveizlur í garð Dana, til jjess að fá fullveldisviður-
kenninguna hreina og skýlausa. Þorði hann ekki að
sleppa því tækifæri, sem þá gafst og ef til vill aldrei
kunni að hjóðast aftur síðar. Annars er sambandslaga-
gerðinni allri lýst í „Iðunni" það ár eftir beztu heim-
ildum.
Sambandslögin voru eins og kunnugt er staðfest af
konungi þann 30. nóv., eftir að jjau höfðu hlotið sam-
þykki beggja jnnga. En þann 1. deshr., nú fyrir rétt-
um 10 árurn, afsöluðu Danir sér hótíðlega hér í Reykja-
vík, fyrir munn yfirforingjans á varðskipi j^eirra, öllu
tilkalli til íslands og lýstu yfir því — „í nafni æðra
réttlætis“ — að ísland væri frjálst og fullvalda ríki í
konungssambandi við Danmörku.
Það varð mér sem fleirum ógleymanleg stund, j)á er
ríkisfáni íslands flaug að hún í fyrsta sinni, og Danir,
sem um liðug 500 ár höfðu staðið yfir höfuðsvörðum
vorum og að minnsta kosti tvívegis ógnað oss lítillega
með vopnum, létu nú sverðin síga fyrir hinum unga
fána sambandsþjóðar sinnar, um leið og þeir vottuðu
honum virðingu sína og hollustu.
1 einni flugsýn lét ég hugann reika yfir allar þær
hörmungar, sem forfeður vorir höfðu orðið að þola
fyrir fyrstu uppgjöf sína endur fyrir löngu, — hallær-
in, drepsóttirnar og hina erlendu kúgun, sem af jjessu
hlauzt, og svo endurheimt fullveldisins á þessari sól-
skinsstund, þá er vér stóðum allir sem einn maður og