Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 84
78
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON:
[vaka]
í sýslunefndinni. Nú hai'a efnafræðisrannsóknir leitt í
Ijós, að íslenzkur matur, eins og mæður vorar og
ömmur báru hann á liorð, fullnægir liffærunum betur
en námsskeiða-réttir. iig drep á þetta til að sýna það
eða færa líkur að því, að brjóstvitið, bugboðið (in-
stinkt) sér stunduin betur en auga (yfirborðs-) menn-
ingar vorrar. Fæðishættir þjóðar vorrar, þeir nýupp-
teknu, hafa nú fengið sinn dóm í ritgerð dr. Bjargar.
Klæðnaðarhættir þjóðar vorrar inunu greiða götu
berklanna og farsóttanna og gjaldþrotanna. Og uppeld-
ishættirnir eru að vísu dýrari en góðu hófi gegnir.
Sú setning stendur í nýrri bók um „bjónaástir“ eftir
hámenntaðan enskan kvendoktor, er dr. Björg hefir
þýtt af mikilli list, að kisa kunni betur að ala upp
kettlinga sína, en nútíðar menningarkonan barn sitt.
Þetta held ég Ragnari Kvaran hefði þótt, ef ég hefði
sagt það, bera vott um, að ég væri á „flótta frá menn-
ingunni", og bætt því við, að ég hefði um hana „hrak-
leg orð“.
Varnar-aðstaðan, sem ég nefndi í öndverðu þessu
máli, mætti eins vel heita varúðar-aðstaða. Grundvöll-
ur hennar er afþurðavel skilgreindur i formála Páls
kennara Sveinssonar, sem hann lætur fylgja bókinni
„Germanía“ eftir Tacítus Rómverja. Hann kemst svo
að orði: „Ekki er það iit í bláinn, að Tacítus dregur
upp skýra og fágaða mynd af óspilltu eðli og hreinu
líferni“ (þ. e. Germana). „Vill hann þar auðsjáanlega
minna landa sína á margt, sem þeim mætti að kenn-
ingu verða. Það er ekki ófyrirsynju, að hann ætlar
Rómverjum og öðrum menningarþjóðum að gela gaum
að því viðurkennda veraldarlögmáli, að hjá frumþjóð-
unum, sem einungis búa að sínu, sé að finna hið ein-
falda og óbrotna líferni, með tápi því og tepruleysi,
sem slíku lífi er samfara; að þessara dyggða gæti æ
því minna, sem menningin eykst og að hinu bjartasta
Ijósi fylgi jafnan svartastur skugginn. Allrar varúðar