Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 64
58
BJÖRN KRISTJÁNSSON:
[vaka]
hátt. Ekki hafði ég afl til að ná þar maðaltals sýnis-
horni, eða sýnishornum þvert yfir ganginn, því til þess
hefði ég orðið að sprengja allmikið. Sennilega er þetta
sami kvarzgangurinn, sein kemur fram við sjóinn
hinum megin Skipness, nálægt svo nefndu Garðahrauni.
Gulli þessu fylgir eirvottur, en ekkert silfur.
Ekki er ólíklegt, að úr þessum gangi mættj vinna
gull í smáum stýl, án mikils rannsóknarkostnaðar.
Þá athugaði ég svonefndan Hvítamel hinummegin við
Selá; það er lágur melur á jafnsléttu, mjög kvarzríkur.
í honum er talsvert af gulli, sem ég rannsakaði þó að-
eins með lóðpípunni.
Þar næst athugaði ég gang norðan við svonefndan
Öskukarl frammi á nesinu. Var sýnishornið tekið úr
nýpu, sem stendur upp úr ganginum. Gangur þessi er
kvarzríkur, og steintegundin einna eðlisþyngst af
þeim steintegundum, er ég fann þar eystra. Aðal-
málmurinn í þessum gangi er vismút, en eigi gat ég
ineð vissu fundið þar gull eða platínumálma. Vel geta
þeir Iegið þar neðar.
Þá rannsakaði ég ýms sýnishorn, en að eins með lóð-
pípunni, úr svo nefndum Nýpum fyrir neðan bæinn. 1
flestum þeirn sýnishornum fann ég gullvott, og sum-
staðar með hlýi. Við blý varð ég ekki annarsstaðar var
í þessari landareign.
í björgunuin með fram sjónuin, sem nefnast Skip-
nes, er all víða gullvottur, en fremur ætti að vera óað-
gengilegt að vinna þar málma, eins og á láglendinu yfir
höfuð, vegna þess hvað landið liggur lágt á þessu svæði,
því vatnsaðsókn hlyti að verða þar mikil, ef grafið yrði
niður fyrir sjávarmál.
Þá rannsakaði ég dökkbláleitan kvarz úr svonefnd-
um Fúluvíkurkambi. Bræddi ég sýnishorn þaðan með
blýmenju. I því bergi er gullvottur með platínu, sem ég
aðskildi á venjulegan hátt.
Þá rannsakaði ég til fullnustu með blýmenju og