Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 42
UM MÁLMA Á ÍSLANDL
INNGANGUR.
í nokkur ár, eða síðan um aldamótin síðustu, hefi ég
í frístundum mínum, sem oft hafa verið takmarkaðar,
sérstaklega fram að árinu 1919, reynt að gera mér
ljóst, hvort hér fyndust einhver verðmæti í jörðu, sem
liltækilegt væri að vinna, svo sem verðmætar leirteg-
undir, sem hægt væri að flytja til annara landa, svo að
fá mætti að minnsta lcosti við það aukna atvinnu í
landinu og farmgjöld fyrir þau skip, sem þá, eins og
á stóð, urðu oft að sigla tóm til útlanda, eftir að þau
höfðu skilað af sér farminum hér.
Aðaláherzluna lagði ég í byrjun á að finna slíkar
leirtegundir og einnig leir, sem hæfur væri til múr-
steinsbrennslu, því þá mátti heita, að óþekkt væri að
steypa húsveggi úr sementssteypu, eins og gert hefir
verið síðustu árin. Lét ég í því skyni reyna nokkrar
leirtegundir, einkum frá Akranesi og frá Uppkoti í
Kjós; reyndist Kjósarleirinn allgóður til múrsteins-
gjörðar, en Akranessleirinn ekki.
Um aldamótin var hér engin rannsóknarstofa til, svo
aðstaðan til að láta rannsaka efnafræðislega var afar
örðug. Allar slíkar rannsóknir varð að láta gera er-
lendis, sem reyndist kostnaðarsamt. Og við það bættist
svo, að ég gat alls ekki reitt mig á, að nægileg rækt
yrði Iögð við slíkar rannsóknir á sýnishornum frá öðru
landi.
Ég réðst því í, einnig í frístundum minum, að setja
mig inn í rannsóknir leirs og annara efna í bergteg-
undum, svo sem málma. Einkum setti ég mig inn í